Smellurammar

Sussu. Hví ætti einhver að blogga um smelluramma og hví ætti einhver að nenna að lesa smellurammablogg? Líiklega enginn.

Það er nú samt þannig að fyrir áratug eða svo áskotnaðist vini mínum gamlar auglýsingar, sem voru prentaðar í fyrirtæki sem hét Fjölprent og er ekki lengur til. Hann sá ekki bjútíið við auglýsingarnar þá, en hefur nagað af sér bæði handabökin síðan, eftir hann gaf mér téðar auglýsingar. Ég setti þær í smelluramma og hengdi upp.

Þegar ég skildi, fyrir 6 árum síðan lentu myndirnar utangátta og náðu aldrei upp á vegg hjá mér. Síðan brotnuðu flestir rammarnir og hef ég síðan verið á leiðinni að kaupa nýja. Sirka 3 ár síðan.

Í gær keypti ég nýja ramma og bíða auglýsingarnar þess að fá veglegan sess. Uppi á veggjum.

Ein lifði af bramboltið um árið, en hinar verða rammaðar inn á morgun. Svo er bara að hengja þær upp.

Pósta myndum af þeim seinna. Alveg unun að spá i 40 - 50 ára gamlar auglýsingar. Svo ólíkar þessu gumsi sem sést í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hlakka til að sjá myndir af þessum myndum!

Edda Agnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 07:56

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Tek undir með henni Eddu.. það væri gaman að sjá myndirnar og sjá hvort að þær standi undir þessum væntingum. fyrir mér er þetta blogg þitt eins og Trailer fyrir biomynd. og nú er bara að sjá biomyndirnar

Brynjar Jóhannsson, 20.7.2008 kl. 08:52

3 identicon

Smellurammar, það hljómaði svo off að það var on og ég varð að lesa, annars les ég svo sem alltaf! Hlakka til að sjá myndirnar :)

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 10:13

4 Smámynd: Brattur

... sammála, það er mjög gaman að lesa og skoða gamlar auglýsingar... ef ég kemst í gömul blöð eða álíka, þá er það fyrsta sem ég skoða, auglýsingarnar... dásamlegar...

Brattur, 20.7.2008 kl. 10:33

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var að leita í Mogga á Landsbókasafni fyrir nokkrum dögum - að andlátsfregna frá 1949 og rak þá augun í auglýsingu þar sem stóð eftirfarandi:

Grænar baunir fyrirliggjandi!

Man ekki hvaða heildsali það var sem auglýsti. En það var reyndar ekkert listrænt við auglýsinguna - bara þessi texti.

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.7.2008 kl. 16:07

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Grænar baunir fyrirliggjandi!

Tær snilld!

Brjánn Guðjónsson, 20.7.2008 kl. 17:12

7 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Þar sem ég er sölustjóri auglýsinga þá held ég klárlega ég hafi nú bara fengið hérna hugmynd....koma þeim bara öllum í svona gamlan búning heheh ;) Frábærar.....

Halla Vilbergsdóttir, 23.7.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband