Kraftwerksblæti

Meira blæti, meira blæti. Þetta eru orðin alger blætisblogg hjá mér núorðið og fleiri blæti bíða bloggunar. Nú er maður svo skrambi önnum kafinn alla daga að maður tekur bara Össurinn á þetta og bloggar síðla nætur.

Kraftwerk er blæti þessa pistils.

Ég klæddi mig í bol í morgun, merktum Kraftwerk.

„Pabbi, hvað er þetta með þig og Kraftwerk?" spurði sonurinn mig. „Kraftwerk eru guðir" svaraði ég.

Það var snemma árs 1982 sem ég kynntist Kraftwerk. Fram að þeim tíma var ég bara strákskratti sem hlustaði á Halla og Ladda meðfram því sem var meinstrím og spilað á Gufunni.

Þetta vor vildi svo til að fjögurra ára gamalt Kraftwerk-lag varð vinsælt í Evrópu. Lagið heitir The Model (Das Modell) og kom út árið 1978 á plötunni The Man Machine. Stóri bróðir minn keypti þá téða plötu. Ég stalst í hana og varð heillaður. Gersamlega heillaður. Ekki bara flottar melódíur. Líka flott sánd. Ekki þá bara upptökurnar, heldur heillaðist ég svo af hljóðgervlunum og öllu því gumsi.

Ég hafði fundið eitthvað sérstakt.

Ég man að um sumarið fór ég í sveit og hringdi, gegn um sveitasímann (tvær langar, tvær stuttar) til bróður míns og bað hann að taka plötuna upp, á kassettu og senda mér. Eftir að ég fékk kassettuna í hendur varð hún staðalbúnaður í bifreið heimilisins. Það voru allir að fíla tónlistina. Karlinn, kerlingin og sonur þeirra. Fyrir utan okkur öll, krakkana sem vorum þarna í sveit. Spólan var spiluð langt fram yfir heyskap.

Allavega. Þarna uppgötvaði ég tölvutónlist og komst að því að það þarf ekki endilega að heyrast í rifnum gítar til að geta notið.

Tónlistarlega, eru þetta tímamót í mínu lífi. Ég fílaði samt og fíla enn sumt af gamla pönkinu, eins og Clash, sem er hrein snilld.

Eftir þetta fór ég að gefa meiri gaum að annarskonar tónlist en einhverju meinstrím rokki og poppi. Árið 1984 kynntist ég svo electro funk tónlist, sem er bara snilld. Tek alveg sér blætispistil um það síðar.

Kannski varð þessi tímapunktur árið 1982 til að gera mig að þeim píkupoppara sem ég er í dag. Hú nós. Allavega...þá var þetta alveg dæmigert fyrir Kraftwerk. Lag sem þeir gáfu úr árið 1978 varð ekki vinsælt fyrr en fjórum árum seinna. Þeir voru alltaf of langt á undan sinni samtíð.

Svo auðvitað kom að því að það dró saman með Kraftwerk og öðrum. Tæknin gerði öðrum kleift að framkvæma svipaða hluti (án þess að þurfa að hafa of mikið fyrir því). Kraftwerk verður þó ávallt feti framar í huga mér.

 

Ég setti í spilarann endurblandaða útgáfu af laginnu Autobahn. Lagið kom first út árið 1974. Við erum að tala um ári aður en diskóið varð til.

Skondið, að sum lögin þá (endurblönduð árið 1991) voru gersamlega endurgerð en Autobahn ekki. Það hljómar svo til eins og árið 1974 nema með nútíma tækni hafa þeir gert það eins og þeir hefðu viljað geta gert það árið 1974.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

kúl mar.

Gulli litli, 25.7.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kraftwerk...  er það hljómsveit, sem sagt? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.7.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt til getið Lára Hanna

Brjánn Guðjónsson, 25.7.2008 kl. 19:10

4 Smámynd: Brattur

Kraftwerk hef ég heyrt nefnda.... en ekki heyrt músíkina þeirra... Clash eru (voru) hinsvegar fantagóðir og alltaf gaman að heyra lögin þeirra...

Brattur, 25.7.2008 kl. 21:21

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú hefur örugglega heyrt í þeim, án þess kannski að vita af því. þeir voru t.d. spilaðir vikulega í ríkissjónvarpinu í mörg ár. við upphaf og endi Nýjustu tækni og vísinda.

Brjánn Guðjónsson, 25.7.2008 kl. 21:32

6 identicon

Kraftwerk eru og verður alltaf snild. að hugsa sér að þair hafa í raun verið upphafið af teknó.  Rammstein tók um árið Das model og endurgerðu það, það var nokkuð vinsælt hjá þeim. og svo hafa margir stolið smá köflum frá krafwerk og notað í sínum lögum.

Steini tuð (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 21:53

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég hlustaði mikið á Kraftwerk fyrir rúmum þremur áratugum á frívöktum í Sigölduvirkjun en hef lítið fylgst með þeim síðasta aldafjórðunginn. Þetta er klassi og sígilt stöff og því lifir það enn.

Baldur Fjölnisson, 25.7.2008 kl. 22:00

8 Smámynd: Brattur

já, heyrðu, nú man ég eftir Kraftwerk... hvernig læt ég... flottir...

Brattur, 25.7.2008 kl. 23:54

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sameiginleg bloggvinkona okkar benti mér á þetta vegna þess sem ég var skrifa. Orkubandið klikkar ekki.

Emil Hannes Valgeirsson, 26.7.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband