Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Snillingurinn, dóttir mín
Hún er snillingur, dóttir mín. Genin, sjáið til
Hún hefur verið að læra á píanó í tvö eða þrjú ár og það liggur vel fyrir henni.
Ég hef átt forláta gítar í fjölda ára. Hún hefur ekki sýnt honum sérstakan áhuga hingað til, en spilar og æfir sig reglulega á píanóið. Svo gerðist það í gær að hún tekur fram gítarinn og fer að fikta við hann. Í dag hefur hún meira og minna verið með hann í kjöltunni og spurt mig ýmissa spurninga. Hvernig hann sé stilltur og hvernig gripin eru.
Nú er ég einungis í mesta lagi fyllerísfær á gítar. Varla það, því þegar ég hef fengið mér í aðra tánna verð ég umsvifalaust ófær um að leika á hljóðfæri. Löngu hættur að reyna það líka í þannig aðstæðum.
Allavega. Hún spurði mig hvernig ég hefði lært á gítar (það litla sem ég kann). Ég lærði upphaflega með aðstoð gamallar bókar og ég sagði henni frá því. Ég gúgglaði því næst gítarkennsla og fékk fullt af misáhugaverðum síðum. Þó var ein sem var gaman að sjá. Síða gamals skólafélaga míns úr Iðnskólanum. Þar má sjá helling af gripum. Dóttirin hóf strax að skoða og æfa.
Þó fann ég fáar síður með lögum ásamt gítargripum. Að æfa sig á gítar er ekki bara spurning um að kunna gripin heldur ekki síst að æfa sig í að skipta milli gripa, spilandi lög.
Ég verð endilega að grafa eitthvað upp handa henni. Ég heyri það strax að gítarinn muni liggja jafn vel fyrir henni og píanóið.
Hún er ekki bara áhugasöm um þessa hluti eins og gamli. Hún hefur einhverja hæfileika sem ég hef ekki.
Athugasemdir
Frábært. Til hamingju með tónlistarhæfileika dótturinnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2008 kl. 12:23
takk fyrir það hún er sannarlega föðurbetrungur þessi elska.
Brjánn Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.