Sunnudagur, 3. ágúst 2008
McCain kominn í gírinn
Svo virðist sem spéfuglinn og húmoristinn John McCain hafi fundið taktinn. Fyrir skömmu síðan, er keppinautur hans, Barack Obama, hafði í frammi uppistand í Evrópu varð lýðnum ljóst hve mikilvægt er fyrir kjörþokkann að hafa sig í frammi og vera sniðugur.
Það er einmitt aðalsmerki McCains, að vera sniðugur. Eins og fram kom í fyrri færslu, fann John McCain upp skopskynið. Það mátti berlega sjá á kosningafundi um daginn. Fyrir þann fund skildu heil 9% frambjóðendurna að. Nú eru þeir jafnir.
Obama mætti örlítið of seint á fundinn. Þar sem hann gekk í salinn tók McCain eftir að buxnaklauf Obama var opin. Hann greip tækifærið og sagði við Obama; Þú átt eina, tvær, þrjár, [...], níu, tíu kærustur!
Ekki að spyrja að snilldinni.
Frambjóðendur hnífjafnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eftir 2 kosningatímabil G.W.Bush virðast ríkisborgarar BNA ekki hafa lært neitt. Nú er helmingur kosningabærra manna tilbúinn að kjósa sem eftirmann G.W.Bush, John McCain sem hefur lýst sig reiðubúinn að taka upp gunnfána Bush stjórnarinnar og halda brjálæðinu áfram, Ísraelskum og Bandarískum Zíonistum til mikillar ánægju.
Kveðja, LMN=
Sigurbjörn Friðriksson, 3.8.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.