Læknisfræðilegar heilbrigðisáhyggjur Ólafs F.

Ekki ætla ég að tjá mig um téð sjónvarpsviðtal. Þá er það afgreitt.

 

Nei, annað í viðhangandi frétt fangaði athygli mína. Ólafur F. Magnússon hefur áhyggjur. Já og ekki neinar venjulegar áhyggjur, eins og ég og þú. Ó nei. Ólafur hefur læknisfræðilegar heilbrigðisáhyggjur. Það er ekki lítið.

Hann segist hafa áhyggjur af að fagmennska og heiðarleiki séu ef til vill ekki hluti af leikreglum fjölmiðlamanna, eins og Helga Seljan. Ég get svo sem alveg sett mig í þau spor að skilja áhyggjur Ólafs. Hitt skil ég þó ekki. Hvað á maðurinn við með að blanda læknis- og heilbrigðisstarfsmannstitlinum í málið? Er hann að gefa eitthvað í skyn?

Í fréttinni er höfð eftir honum þessi málsgrein;

„Ég hef áhyggjur af því sem læknir og heilbrigðisstarfsmaður ef fagmennska og heiðarleg vinnubrögð eru ekki hluti af leikreglunum hjá fjölmiðlamönnum eins og Helga.“ Leturbreytingin er mín.

Ég get með engu móti séð hvernig læknisstarfið tengist fjölmiðlum, eða að fjölmiðlamenn og heilbrigðisgeirinn tengist á einhvern sérstakan hátt. Nema tengingin sé sérstaklega ætluð Helga, persónulega? Ég skal ekki um það segja.

 

Ég hef hinsvegar talsverðar áhyggjur af þessu. Ég verð að segja það. Þó hvorki sem rafeindavirki né tölvunarfræðingur, heldur einungis sem Reykvíkingur.


mbl.is Ólafur: Boðaður á fölskum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef skoðun á Ólafi.  Held að það komi út í kvefpest.

Veggur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hahaha

spurning hvort kvefið og veggjardæmið kalli á læknisfræðilegar áhyggjur?

Brjánn Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband