Vond kaup og góð

Við, ég og föðurbetrungarnir, kíktum á þetta tívolí sem staðsett er á baklóð álversins í Straumsvík, eða þar um bil. Ætluðum í fyrradag, en komumst að því að ekki er hægt að greiða með kortum þar og næsti hraðbanki einhversstaðar lengst í rassgati. Gerðum annað í staðinn en kíktum þangað aftur í gær, eftir að hafa orðið okkur úti um skotsilfur.

Það er lítið um þetta blessaða tívolí að segja annað en við vorum einróma á þeirri skoðun að það ætti fyllilega skilið titilinn „glatað.“ Fyrir utan að vera fátæklega tækjum búið er verðlagningin út úr kortinu. Hver miði, í tækin, kostar tvöhundruðkall og í tækin kostar þrjá miða. Ok, það má veiða tuskudúkkur fyrir tvo miða! W00t

Ég man þegar við fórum síðast, í fyrra eða hitteðfyrra. Þá kostaði miðinn aðeins hundrað krónur. Enda var hægt að fara í þó nokkuð mörg tæki fyrir fimmþúsundkallinn. Núna tók u.þ.b. tuttugu mínútur að spandera tvöþúsundkalli. Það var ekki áhugi, hvorki hjá mér né krökkunum, á að eyða meiri pening í þetta okurdæmi. Held menn hafi skitið langt yfir strikið í verðlagningunni. GetLost

Í fyrsta skipti, svo ég muni, kom upp sú hugsun hjá mér að ódýrt væri í bíó. Woundering Þar fær maður þó níutíu mínútur fyrir þúsundkallinn.

Þessi tívolíferð var semsagt, vond kaup. Fórum og fengum okkur burrito á heimleiðinni. Það voru góð kaup.

Svo þurfti ég að koma við í Hagkaup, að versla hleðslurafhlöður. Komum við í Smáralindinni. Þar rak sonurinn augun í geisladisk. Gömlu góðu útvarpsþættirnir með spæjurunum Harry og Heimi. Þættirnir „Með öðrum morðum.“ Þegar ég frétti af útgáfu þessa disks, í vor, var ég staðráðinn í að kaupa hann. Svo bara gleymdist það. Snillingurinn, sonur minn, sá diskinn og stakk upp a að kaupa hann. Það var og gert. Það voru mjög góð kaup. Smile

Hlustuðum á fyrstu þrjá þættina í gær og í kvöld verður haldið áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var að lesa í DV að Jörundur sé með krakka í vinnu í Tívólíinu og borgi þeim ekkert en þau fái frítt í tækinn.  Andskotans óleyfilegur bissniss.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 11:37

2 Smámynd: Gulli litli

Harrí og heimir eru betri kaup og tíminn betur notaður með að hlusta á þá..

Gulli litli, 7.8.2008 kl. 11:41

3 identicon

Brjánn, þíðir það ekki að það þurfi að gera endurútgáfu af laginu líka 

Steini Tuð (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 19:28

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Jenný, ég sá einmitt glitta í forsíðuna á DV áðan og rak augun í þetta. Ljótt ef satt reynist.

Harry & Heimir eru flottir

Brjánn Guðjónsson, 7.8.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband