Tvenn eldri hjón festust í leðju

Kalla þurfti til lögreglu og björgunarsveitir þegar tvenn eldri hjón festu bifreið sína í leðjupytt, rétt ofan Hafravatns síðdegis í gær. Hjónin sem eru á áttræðisaldri ætluðu að láta reyna á lipurð bifreiðarinnar.

„Þetta er nýlegur Subaru, á góðum dekkjum og fjórhjóladrifinn“ sagði Hafsteinn Kúld, er ók bifreiðinni. „Þegar ég hafði ekið um það bil hálfa leið yfir pyttinn drap bíllinn á sér og við það náði hann að festast“ bætir Hafsteinn við.

Jensína Kúld, eiginkona Hafsteins segist hafa orðið mjög skelkuð. „Ég hélt þetta væri mín hinsta stund“ sagði Jensína. „Við náðum þó að hringja eftir hjálp í tæka tíð. Guði sé lof fyrir farsímann hans Steina míns.“

Hafsteinn og Jensína jöfnuðu sig þó flótlega eftir að björgunarsveitin Hrólfur hafði losað bifreið þeirra. Samferðafólk þeirra Hafsteins og Jensínu, hjónin Leó og Lovísa Löve, þáðu hinsvegar áfallahjálp og treystu sér ekki í viðtal.


mbl.is 28 klappstýrur festust í lyftu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Ég skil Leó og Lovísu Löve vel... það er alltaf verra að vera afturí.

Brattur, 7.8.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Gulli litli

Ertu viss um ad Þetta hafi verid Subaru?

Gulli litli, 7.8.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

.....já maður.  Sjá að Hafsteinn og Jensína eru að festast.  Vitandi að þau sjálf eru næst.  Ógnþrungið augnablik hjá Leó og Lovísu. 

Anna Einarsdóttir, 7.8.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Gulli, hann Hafsteinn segir þetta hafa verið Subaru. annars skilst mér hann sé ekki ýkja glöggur í bílamálum. kannski var þetta bara '72 módel ag Moskvits?

Brjánn Guðjónsson, 7.8.2008 kl. 21:31

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auli. Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 23:53

6 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

hahahha ;) FRÁBÆR.!!!!

Halla Vilbergsdóttir, 8.8.2008 kl. 01:14

7 Smámynd: Tiger

Damn, hefði frekar viljað lesa um þessi ágætu hjónakorn öll í leðjuslag eða mýrarbolta ...

Ef þú eða ég hefði verið undir stýri - þá hefði súbarú ætt yfir hvern þann pytt sem á vegi hefði verið - en svona er lífið - some ppl got it but some not.

Knús á þig ljúflingurinn minn - hafðu ljúfa nótt og góðan dag á morgun!

Tiger, 8.8.2008 kl. 02:47

8 identicon

ekki voru þetta unglinganir að keyra utanvegar!

vv (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband