Hvernig má hleypa spennu í sambandið?

Það vill gerast að jafnvel í góðum samböndum, fjari spennan út með tímanum. Neistinn dofnar og hið hversdagslega líf verður að rútínu. Sambandið verði að rútínu. Samlífið verði að rútínu.

Hvað er þá til ráða?

Vissulega eru margar leiðir færar. Mismunandi leiðir handa mismunandi fólki. Sumir kjósa að brjóta upp hversdagsmynstrið og gera eitthvað öðruvísi með reglulegu millibili. Hvað það er, er auðvitað misjafnt. Allt frá því að fara bara út að borða og svoleiðis eða fá sér rauðvín og osta, í eitthvað allt annað. Fara í ferðalög eða fjallgöngur, nú eða kaupa sér dót. Aðrir ganga enn lengra. Bjóða kannski vinum og kunningjum í heimsókn. Þá ekki til að skrafa og skeggræða Wink

Já, margar leiðir eru færar. Allt spurning um vilja og áhuga.

 

Var það ekki annars eitthvað í þessum dúr sem Skari meinti? Woundering


mbl.is Hleypir spennu í sambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband