Föstudagur, 15. ágúst 2008
Sjálfstæðisfálkinn opnar sálartetrið
Sjálfstæðisfálkinn hefur nú stigið fram og talar innan úr sér sem aldrei fyrr. Hann tjáir sig um hjónaband sitt og framsóknarmaddömmunnar. Eins og alþjóð veit endaði sambandið fyrir tæpu ári með með skilnaði að borði og sæng. Eins og oft gerist hjá fólki í þannig aðstæðum, rasar það pínulítið út á eftir. Finnst einhvernveginn að eftir langt og tilbreytingalaust samband þurfi það að lifa lífinu og prófa hitt og þetta. Báðir aðilar munu hafa fundið sér nýja bólfélaga, en það reyndust vera tilfinningasnauð sambönd. Undir niðri höfðu það hugann hvort hjá öðru.
Hvað hafi valdið sambandsslitunum á sínum tíma, segir fálkinn það fyrst og fremst hafa verið vanræksla sín á maddömmunni.
Ég var farinn að taka henni sem sjálfsögðum hlut og skeytti lítið um tilfinningar hennar og þarfir. Fyrir vikið fylltist hún tortryggni og grunaði mig m.a. um framhjáhald. Þegar svo er komið er ástandið alvarlegt. Þegar hún stóð mig síðan að rækjubrauðsáti var mælirinn fullur. hún pakkaði saman og gekk út. Ég sat eftir sár og bitur, meðan maddaman stundaði villt stóðlífi. Ekki með einum eða tveimur. Nei með þremur takk fyrir, í einu. Afbrýðisemi mín kraumaði og jókst með Degi hverjum. Að lokum narraði ég einn félaga maddömmunnar í bólið til mín. Æ, þetta er leiðinleg saga og sorgleg. Dæmigerð saga af afbrýðisemi og reiði.
Nú virðist hinsvegar hafa gróið um heilt og hjúin vilja reyna aftur. Staðráðin í að endurtaka ekki sömu mistökin. Rækta hvort annað og krydda samlífið. Rútínan er af öllu verst.
Gísli Marteinn: Ræktuðum illa sambandið við framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Geðveikt..
Halla Rut , 15.8.2008 kl. 21:58
Þú getur verið svo mikið krútt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2008 kl. 23:13
Þetta er allavega mjög krúttlegt, snilldarpistill..
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.8.2008 kl. 23:21
Mér leiðist pólitík...
Gulli litli, 16.8.2008 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.