Oft veltir lítil þúfa...

Fartölvur eru orðnar býsna algengar á heimilum landsmanna. Ekki eins og fyrir fáum árum, er það voru helst þeir sem þurftu starfs síns vegna að nota fartölvur sem notuðu slík tól. Almenningur notaðist aðallega við borð- og turntölvur. Nú er semsagt öldin allt önnur.

Fartölvur eru þægilegri. Þær má hafa með sér í sófann, upp í rúm, eða bara hvert sem er. Munur að geta bara fært sig um set þegar hentar, á þráðlausu neti.

Einn ókost hafa þær þó umfram stóru borð- og turnvélarnar. Þær eru viðkvæmari fyrir ryki. Það liggur við að tölvurnar í stóru borð- og turnkössunum geti safnað heilum haug af ryki áður en það fer alvarlega að bitna á örgjörvakælingunni. Loftflæðið í kassanum er yfirleitt það gott. Annað er uppi á teningnum með fartölvurnar. Í þeim er öllu þjappað saman og litlu plássi sóað fyrir loftflæði.

Ég fékk mér fartölvu seinasta haust. Hljóðlát og góð. Ég hef m.a. notað hana til að fremja tónlist og þannig bardúsi tilheyrir gjarnan að taka upp söng. Þá skiptir máli að hafa hjóðláta tölvu, sé hljóðneminn staðsettur í ekki nema metra fjarlægð frá tölvunni. 

Í upphafi setti ég inn á tölvuna þau forrit sem ég nota en síðan hefur litlu verið bætt inn. Þó hef ég tekið eftir að hávaði frá henni hefur ágerst seinustu vikur. Í gær var ég að reyna að taka upp söng en það var gersamlega ófært. Það var eins og teppahreinsivél væri í gangi.

Það var kominn tími á að hreinsa hana.

Málið með fartölvur er að þar sem loftflæðið inni í þeim er svo takmarkað þarf afskaplega lítið til að teppa það. Afleiðingin er sú að til að ná þeirri kælingu sem nauðsynleg er verður viftan að snúast hraðar, með tilheyrandi hávaða.

Ég opnaði því mína áðan og blés úr henni rykið. Ég klikkaði reyndar á að smella mynd af henni opinni, til að sýna hvernig útlits er innan í, en það var ekki mikið ryk sem þurfti til að teppa loftúttakið.

Ryk

Varla getur þetta kallast mikið ryk, á alþjóðamælikvarða.

Reyndar hefur rykhnoðrinn eilítið þjappast saman í mínum meðförum, en hann dugði til að leggjast yfir ristina við lofttútakið, þar sem rykið náði ekki gegn um hana heldur safnaðist fyrir og teppti loftflæðið.

Loftúttak

Svona lítur lofttúttakið út utanfrá. Koparristin fyrir innan er hluti af kælikerfinu og innan á hana safnaðist rykið.

Semsagt. Sé fartölvan ykkar orðin helst til hávaðasöm, er bara að opna hana. Það er lok undir sem er losað. Síðan er blásið utanfrá og rykið þyrlast út um opið þar sem lokið var. Svo er lokið sett á aftur og tölvan er hljóðlát sem aldrei fyrr.

Þessi pistill er skrifaður í algeru hljóði og kyrrð. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk

alva (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ókí, tékka á þessu.  Sjúkkit hvað ég er ekki að nenna að ryksuga borðtölvuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 23:36

3 identicon

Okei, tékka á þessu!

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:36

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

tekur bara 10 mínútur

Brjánn Guðjónsson, 20.8.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband