Tölvutengdur pirringur og bögg

Með árunum læt ég hluti fara minna í taugarnar á mér. Vitanlega getur þó sífellt áreiti vakið upp pirring, en það þarf þá líka að vera sífellt. Hvað fólk varðar á ég mun auðveldara að láta mér bara þykja vænt um það.

Eitt er það þó sem nær að pirra mig. Tölvubögg, eða réttara sagt böggandi hlutir í tölvum. Forrit, auglýsingar og þ.h.

Bréfaklemmugaurinn

 

Hver kannast t.d. ekki við þennan óþolandi náunga?

 

 

Alveg gersamlega óþolandi náungi, sífellt böggandi með heimskulegum tillögum. Hann hefur þó einn kost. Slökkva má á honum. Það er eitt af fyrstu verkunum sem ég framkvæmi eftir að hafa sett upp Office.

Svo eru það talandi broskarlar. Hvaða erkifáviti fékk þá hugmynd? Ég get alveg umborið broskarla sem hreyfast, en þegar skrýpin fara að blaðra í tíma og ótíma er komið meira en nóg.

Vefsíður með tónlist. Úff!! Á sumum MySpace síðum fer tónlist sjálfkrafa í gang. Það er þó oftast nær í lagi því þar er bara um að ræða tónlistarspilara sem slökkva má á. Einstaka undantekningar þegar síðan er svo þung að hún birtist ekki fyrr en eftir dúk og disk, en tónlistin glamrandi allan tímann. Sumar vefsíður hafa tónlistarspilunina í html-kóðanum og til að losna við hana er annaðhvort hreinlega að lækka niður hljóðið, eða það sem ég kýs heldur að gera. Loka síðunni hið snarasta.

Náman angrar heiðvirða borgaraAð lokum eru það auglýsingar með hljóði. Æ algengara er að á síðum eins og á mbl.is séu auglýsingar sem hreyfast. Þegar þær eru hinsvegar farnar að gefa frá sér hljóð finnst mér fulllangt gengið.

<-- Þessi auglýsing t.d. gefur frá sér leiðinda skrjáfhljóð af og til. Ætti ég einhver viðskipti við Landsbankann, sem ég geri ekki, myndi þessi auglýsing vera mér næg ástæða til að hætta viðskiptum þar. Ég var að átta mig á því áðan að ég er farinn að skoða visir.is mun meira en áður, síðustu daga, á kostnað mbl.is. Hví skyldi það vera?

 

Aaaahhh, nú er maður sko kominn í pirrings- og fjasgírinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: fellatio

manstu eftir Tomma tómat sem var í hagkaupum. krakkarnir ýttu á takka og þá söng hann með pirrandi röddu. halló krakkar, ég heiti tommi tómatur ef þið viljið vera stór og sterk eins og ég þá borðið þið mikið af tómötum. mig minnir að þetta hafi hljómað svona.

tommi er svona dæmi um pirrandi auglýsingar, ég skil þig vel og er sammála þér.

fellatio, 26.8.2008 kl. 14:29

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

úff, já man eftir Tomma

Brjánn Guðjónsson, 26.8.2008 kl. 14:49

3 identicon

Þarna þekki ég þig ! fjas...............og meira fjas!

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband