Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Ari. Get ég fengið að slást í hópinn?
Með nefndum bæjarfélögum? Gætum kallað það bara Brjánsbæli, eða Klullastaði?
Mikið öfunda ég íbúa téðra bæjarfélaga að losna alfarið við þennan umfangsmesta fjölpóst Íslandssögunnar. Algerlega án þess að hreyfa legg né lið til þess. Hvers eigum við íbúar Reykjavíkurhrepps að gjalda? Erum við annars flokks fólk?
Varðandi önnur bæjarfélög á landinu [önnur en höfuðborgarsvæðið og Akureyri] segir Ari að stefnt sé að því að koma upp sérstökum dreifingarkössum inni í hverfunum. Þannig verði dreifingin nær lesendum en verið hefur.
Bíddu bíddu?!!!?!!!
Er þá ekki rakið að hætta alfarið að fylla póstkassann manns með þessu drasli? Fyrir hina sem virkilega vilja fá auglýsingapésa í morgunsárið, er greinilega betra að nálgast þá í næsta dreifingarkassa.
Öööhh, svo segir Ari.
Breytingar á dreifingu Fréttablaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ligga ligga lí. Aldrei fæ ég fréttablaðið og bý þó í Kópavoginum. 24 stundir bara stöku sinnum en ruslpósturinn er samt yfirþyrmandi.
Sæmundur Bjarnason, 28.8.2008 kl. 17:08
heppinn
Brjánn Guðjónsson, 28.8.2008 kl. 17:29
... er þetta ekki bara framtíðin, stór dreifingakassi þangað sem maður sækir gluggaumslögin og allt galleríið... svona kaos sjálfsafgreiðslu pósthús... hmm... annars er betra að slást bara við Ara heldur en allan hópinn... huh...
Brattur, 28.8.2008 kl. 21:10
Jæja, þá hætti ég bara að lesa Fréttablaðið og les 24 stundir í staðinn. Það fæ ég þó í leiðinni úti í búð. Hver nennir að eltast við dreifingakassa ?
Anna Einarsdóttir, 28.8.2008 kl. 21:13
fínt að hafa svona kassa, þá má samtengja þá við ruslagámana. maður þarf aldrei að sjá gluggaumslög framar æði
Brjánn Guðjónsson, 28.8.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.