Andskotans inngrip alltaf hreint

Einhver flensuskítur gerir vart við sig, hálsbólga, kvef, nasa- og herðablaðakláði.

Vitanlega eru dæmi þess að fólk hafi veikst alvarlega af flensu. Þá meina ég lífshættulega. Það eru þó jaðartilfelli og væntanlega hafa þeir hinir sömu verið veikir fyrir. Sértilfelli sem vitanlega þarf að taka á.

En að fara að dæla bóluefnum í tíma og ótíma, út af smá flensuskít?!?! HvusslaX kjaftæði er nú það? Er ekki betra að börnin fái smá pestir af og til? Það gerir ekkert annað en að styrkja ónæmiskerfið.

Áður en einhver missir sig, vil ég taka fram að hér á ég við venjuleg heilbrigð börn. Auðvitað eru jaðartilfelli sem inngrip eru þörf, ef líf er í húfi.

Óþolandi þessi endalausu inngrip vestrænna læknavísinda, út af smámálum. Er furða að ónæmi gagnvart hinum og þessum bakteríum verði sífellt algengara? Fólk má ekki fá táfýlu öðruvísi en að heilbrigðisgeirinn fari að dæla meðulum, hægri og vinstri.


mbl.is Inflúensa greindist hér í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er með ofsakláða og elliglöp, finnst þér að ég ætti að fá mér sprautu?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.9.2008 kl. 19:47

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ekki spurning. tvær

Brjánn Guðjónsson, 2.9.2008 kl. 20:12

3 Smámynd: Brattur

... hvort ég er sammála þér... hef aldrei farið í flensusprautu og er eiginlega aldrei veikur... kannast þó við herðablaðakláðann... en við honum drekk ég bara kalt Mix og borða lakkrísrör með... það fer í pirrurnar á honum svo hann stekkur bara á næsta hund eða kött...

Brattur, 2.9.2008 kl. 20:32

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nákvæmlega, Brattur. kalt Mix við herðablaðakláða virkar alltaf

Brjánn Guðjónsson, 2.9.2008 kl. 20:34

5 identicon

Það er akkúrat það sem um ræðir, þeir sem eru veikir fyrir fá sér sprautu! Reyndar líka sumar heilbriggðisstéttir sem vinna á t.d. sjúkrahúsum, elliheimilum og þess háttar. Ekki viljum við að bráðamóttökur og skurðstofur loki vegna þess að allir liggja með flensu og 39 stiga hita. 

dd (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 20:40

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Spurning hvernig sprautur maður fær sér. Vítamín eða náttúruprótín

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.9.2008 kl. 21:01

7 identicon

flensa og pest er ekki það sama.. það sem oft er kallað flensa er það ekki, heldur einhver önnur pest... flensur eru djöfullegar og maður er rúmfastur í viku tíu daga og langar að deyja á meðan.... ekki bara"hálsbólga, kvef, nasa- og herðablaðakláði" ég hef ekki tíma til að verða veik... og held að margir sem fái sér sprautu hugsi það sama... kannski hægt að fá frí í vinnu en hver sækir börnin í leikskóla og verslar í matinn??

Gunna (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:01

8 identicon

Það er venjulega mælst til þess að þeir sem eru veilir fyrir, t.d. eldra fólk og lungnasjúklingar fái bólusetningu. Ég er astmasjúklingur og ég sleppti einu sinni bólusetningunni og fékk auðvitað inflúensuna það árið og lá í rúminu í rúman mánuð. Hef ekki sleppt úr einni sprautu síðan.

Þessi veila (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 01:25

9 identicon

Það eru mjög mörg ef ekki öll stór fyrirtæki sem að sem bjóða starfsmönnum sínum upp á sprautu, en ég hef alltaf veikst eftir að fá þessar spautur.  Mér var sagt að ef þú ert komin með veiruna í þig og líkaminn ræður kanski við að fixa það án þess að þú verðir veikur, þá verður þí veikur ef þú færð spautuna.  En ég sel það ekki dýrara en ég stal því. 

Steini tuð (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband