Efnahagsástandið. Hvað skal gera?

Stjórnarandstaðan hefur verið dugleg að gagnrýna aðgerðir, eða meint aðgerðarleysi, ríkisstjórnarinnar. Er það vel. Vitanlega á stjórnarandstaðan að gera slíkt.

Hinsvegar spyr ég mig hvort menn eigi að hafa í frammi mótmæli bara til þess að mótmæla.

Að okkur steðjar margvíslegur efnahagslegur vandi. Að hluta til heimatilbúinn og að hluta til innfluttur.

Margir súpa nú seyðið af góðæri síðustu ára, sjálfstæðis og framsóknar. Góðæri sem inspýtt var af erlendu lánsfé og iðnaðarframkvæmdum. Það var svo sem varað við því, en enginn gat vitað um hækkanirnar á olíu- og matvælaverði.

Nú stöndum við frammi fyrir lágri krónu, háu olíu- og matvælaverði með hækkandi verbólgu.

Fyrir þá sem skulda erlend lán kemur gengislækkunin verulega við pyngjuna. Það má samt kannski hugga sig við það að þegar og ef gengið styrkist, lækka lánin á ný. Svo er hinsvegar ekki með hina sem skulda verðtryggð lán. Þar kemur verðtrygging inn. Þótt gengið myndi styrkjast og fara í sama far og áður og verðbólgan myndi lækka, hefur verðtryggingin séð til þess að lánin hafa hækkað. T.d. hefur mitt húsnæðislán hækkað um 10% á tæpu ári og það munn aldrei lækka. Ég hef aldrei séð verðtrygginguna virka í hina áttina. Því situr fólk uppi með hina verðtryggða hækkun, sama hvað gerist síðar. Hvað segir Guðmundur, hagfræðingur Sigurðar G. á útvarpi Sögu um það? Maður sem heldur vart vatni yfir dásemdum verðtryggingar.

Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi. Hvað vilja þeir gera, sem harðast gagnrýna?

Hafa þeir komið fram með tillögur til aðgerða?

Steingrímur Joð hefur kallað eftir þjóðarsátt. Þjóðarsátt um hvað?

lög um gjaldeyrisstöðugleika, fulla atvinnu og sjálfbæra þróun" ?!? Hvað þýðir það? Hvernig eiga lög um fulla atvinnu að hljóða? Eða um sjálfbæra þróun?

Eða það sem hann segir hér. Það er ódýrt að gaspra og leggja ekkert til málanna.

Svo kemur Guðni og heldur að hann og hans flokkur hafi ekkert með málið að gera en baðar sig í orðaskrúði, minnir hann á risa, sem hefur kastað frá sér vopnum og klæðum og er kominn með merarhjarta"

Eru allir að tala út um rassgatið þessa dagana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: fellatio

Ekki rétt þetta með verðtrygginguna Brjánn. Það voru 2 eða 3 mánuðir sem lánin lækkuðu.

fellatio, 2.9.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: fellatio

fyrir einhverjum árum.

fellatio, 2.9.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Gulli litli

þad er alla vega skítalykt af málinu...

Gulli litli, 2.9.2008 kl. 22:32

4 identicon

Á þingi þurrkuntur sitja.

Þrefa um leiðindamál.

Níðast á þjóðinni og nytja,

náttúru landsins og sál.

Haleljúga svo...

101moi (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 23:48

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það eru margir að flytja til EBS landanna, mikið af farandverkafólki líka að fara heim.  Við erum svo sem ekki neydd til að búa í þessu landi, kannski verðum við aftur 300.000 ibúar ?

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.9.2008 kl. 00:58

6 identicon

það er sjálfgefið að 1. flokkur kvenna á ekki mikið í flísalagnir óla

upplýstur (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband