Ætli maður verði ekki að leggja orð í belg

Ég man nú ekki eftir svo mörgum biskupum. Svona ungur, skiljiði. Ég man þó efti Sigurbirni. Meira að segja karl faðir minn bar fyrir honum mikla virðingu og var hann þó argasti kommi og tiltölulega trúlaus.

Sigurbjörn var mennskur, eins og ég. Hvorki guðleg vera, lifandi né látinn. Hann var þó vel gefinn. Hugsaði rökrænt og hafði sans fyrir mörgum hlutum sem alls ekki öllum er gefið. Reyndar trúði hann á guð salmáttugan og þá félaga alla, þrátt fyrir allt. Látum allar rökræður um trúmál liggja milli hluta.

Þrátt fyrir að hann hafi verið guðsmaður af lífi og sál, vissi hann að ekkert er algilt og að þótt menn hefðu önnur lífsviðhorf og skoðanir, væru menn marktækir og að allar skoðanir væru þess verðar að vera virtar. Sama er ekki hægt að segja um alla 'guðs' menn. Ó nei.

Þar fór vel gefinn maður og mun hann örugglega vera mikil liðsstyrkur þar sem hann nú er, hvort sem það er í himnaríki eða á flandri um himingeiminn.

Blessuð sé minning hans.


mbl.is „Allir hlustuðu þegar hann talaði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi orð eru eiginlega þau bestu sem ég hef lesið um manninn.

Takk fyrir það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er trúlaus og alin upp í algeru trúleysi.  Samt var hlustað á Sigurbjörn á mínu heimili.........því hann var mikill hugsuður og siðfræðingur. Ég spjallaði við þennan mann og bar virðingu fyrir honum

Hólmdís Hjartardóttir, 7.9.2008 kl. 00:20

3 Smámynd: Gulli litli

Flott..

Gulli litli, 7.9.2008 kl. 09:17

4 identicon

Baldur, sigurbjorn var biskup i 22 ar ekki 27. Tad veit eg ad trssi utför var ekki greidd af ríkinu! Reyndu nu ad syna sma virdingu ad tad ætti ekki ad vera erfitt!! Langar til ad segja dóni en ætla ad sleppa tvi baldur minn!

johann (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 10:13

5 Smámynd: Brattur

... það er lang best þegar fólk sýnir umburðalyndi., skilning.. og er víðsýnt... held að Sigurbjörn biskup hafi verið þannig...

Brattur, 7.9.2008 kl. 13:44

6 Smámynd: Bergur Thorberg

Eins og talað úr mínum kristilega munni, Brjánninn minn. Hjálpaði mér á sínum tíma að skíra dóttur mína Nótt Thorberg. Það var smámál..... en gekk samt. kv.

Bergur Thorberg, 7.9.2008 kl. 23:09

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

klukk

Sæmundur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband