Hvað er æra og hvenær er hún uppreist?

„En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur." segir í Hávamálum. Á sama hátt gildir að orðstír deyr aldregi hveim er sér illan getur.

Samkvæmt mínum skilningi er æra og orðstír ansi skildir hlutir. Æra hvers manns, virðing hans og traust, hlýtur að byggja á góðum orðstí hans. Því hlýtur ærulaus maður jafnframt að hafa slæman orðstí. Orðstí sem hefur rúið hann trausti og virðingu.

Þá má spyrja áfram. Hvað er orðstír? Samkvæmt orðsins hljóðan hlýtur það að vera orð sem af manni fer. Álit annara á manni. Orðspor.

Menn reyna að framkvæma margan galdurinn í lagabókstafnum. T.d. má gera orð „dauð og ómerk" með dómi. Auðvitað er það bara dómstólatrix. Það hefur vitanlega ekkert gildi í huga fólks almennt (held ég). Sögð orð verða ekki aftur tekin. Vitanlega getur sá er lét þau falla iðrast og beðist fyrirgefningar. Aðeins sá sá er fyrir orðunum varð getur ákveðið að ómerkja orðin, með fyrirgefningu sinni. Það gerist ekki í reiði, inni í dómssal.

Eins er það með æruna. Sá er hefur misst æru sína, hefur misst virðingu fólks og traust. Eina leið hans til að endurheimta æru sína er að vinna til baka virðinguna og traustið. Bæta orðstí sinn. Iðrast gjörða sinna í fullri einlægni. Þótt megi með lagatrixi hóa saman þremur hræðum og skrifa eitthvað á blað og lýsa þannig yfir að æra einhvers sé uppreist, vitum við öll betur. Meðan ekkert hefur breyst. Engin iðrun til staðar. Engin tilraun gerð til að bæta orðstíinn og vinna aftur traust og virðingu. Þá er hann jafn ærulaus sem fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Málsháttur dagsins;

Betri er einn góður orðstír en enginn. 

Anna Einarsdóttir, 9.9.2008 kl. 18:32

2 identicon

Orðstír er það ekki bara orðstjórn... held að þetta orð hafi komið fyrst fram á fundi Framsóknaflokksins 19hundruð og súrkál af ærnum ástæðum. Ærulaus var ekki gott í þá daga en þýddi samkvæmt áræðanlegum heimildum húsmæðratíðinda 3.tbl. sem dreift var í bændaskólanum á Hvanneyri; Maður sem á ekki í samabandi eða í samneyti við kind... sbr. ég verð ær niðrí tær og taka ærlega á því og detta ærlega í það hefur valdið mörgum "bóndönum" álitshnekki á orðstír ... vona að þú fáir ekki orðstírur í augun á þessarri lesningu... minni á heitt kaffi og skemmtilegan vírus...:)

101moi (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 19:15

3 Smámynd: Gulli litli

Best að vera ærulaus þá er ekkert að missa...

Gulli litli, 10.9.2008 kl. 10:22

4 identicon

Það er ærin ástæða að ræða þetta finst mér.

101moli varð nú allveg ær yfir þessu sé ég, enda fer það orðspor af honum að hann sé ættaður frá Sauðafelli. Mér finst ærin ástæða að taka það framm að þar fer sko enginn sauður á ferð, heldur maður með gott hjarta og orðspor.

steini Tuð (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 12:14

5 identicon

Æra er einskis virði, nema sem stjórntæki á okkur sem erum ekki siðblind.

Sjáðu þetta video hjá bloggvini mínum, og spáðu svo í hvort siðleysi, glæpir og slíkt flækist fyrir frama hugumstórra manna.  Við þurfum að slökkva á sjónvarpinu og fara að veita stjórnmálamönnum aðhald persónulega, fjölmiðlar eru orðinn gagnlaus jákór, verra, þeir geisla frá sér falskri trú til okkar, að allt sé í fínu lagi og þeir hafi arnarauga á öllu, meðan sannleikurinn er sá að þeir eru undir algerri stjórn.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband