Nú er ég....bergnuminn? Nei steinrunninn, eða glerunninn? Allavega er ég mikið hissa!

Status quo í þá 17 mánuði síðan bruninn varð. Ekki verið hreyft við neinu.

Á sama tíma og hugmyndir hafa verið uppi um að stinga niður gler- eða steinkumböldum á ólíklegustu stöðum, eins og á Laugavegi, hafa menn algerlega gleymt þessum reit. Menn hafa fundið sér ýmsa staði til að veita útrás sínum afbrigðilegu arkítektísku hvötum. Samanber hörmungina bak við Naustið.

Þarna er einn besti staður í bænum, til að fá almennilega úr'onum.......allt svo gler- og steinkumbaldaarkítektúrnum. Sjáið fyrir ykkur svona eins og átta hæða turn. Dökkgráa steinsteypuna og allt speglaglerið, í sinni einstöku andstöðu við bæði umhverfið og mannlegar tilfinningar. Hvílíka arkítektíska orgíu sem hér mætti koma í kring. Úfff. Nú bara verð ég að fara afsíðis......

 

 

......að fá mér kaffi og sígó.


mbl.is Lækjargata 2 tekin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: inqo

Ertu ekki í vinnunni Brjánn? Eruð þið með svona afsíðis þar? Með Hús & Híbýli blaðabunka?

inqo, 12.9.2008 kl. 10:52

2 identicon

já alveg sammála kaldranalegt og stjórnað af ferköntuðu fólki með steingráar hugsanir, algjör horbjóður og gengur út á nýtingarhlutfall á m2. Bendi á aðra byggingu sem á að rífa en það er gamla kaaber húsið við sæbraut... einhver glerskórinn verður reistur þar...

101moi (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 11:06

3 identicon

hvað er að glerhúsum????

gluggagægir (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 11:17

4 identicon

Sammála Brjánn, ég er líka steinrunninn, eða er eg bergnuminn......eða er ég stónd?

Já vinur, við faum okkur bara í pípu.

dr. Bergur Steinson (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 14:07

5 identicon

Það er ekkert að glerhúsum ef maður er guggagægir

dittó (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 14:19

6 identicon

Það á að taka 101 eins og hann leggur sig, og rífa þar öll hús og byggja ekkert nema glerturna, litla kassa og alla eins.

niður með 101 (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband