Skúbb dagsins: Sterling siglir undir fölsku flaggi!

Nú hefur það spurst út að flugfélagið Sterling hyggist draga saman seglin. Þó virðist það ekki hafa vakið upp neinar spurningar neinsstaðar. Eða hvað?

Rétt til getið. Bergmálstíðindi sofa ekki á verðinum. Fréttaritari okkar í Århus, Nils Jespersen, kannaði málið nánar. Við eftirgrennslan hans kom margt athyglisvert í ljós.

Fyrst skal nefna að Sterling er alls ekki flugfélag og hefur aldrei verið. Sterling er skipafélag sem lengst framan af stundaði fraktflutninga, en hefur hin síðari ár einnig tekið farþega um borð í skip sín. Sú er ástæða þess hve þeim hefur tekist að bjóða lág fargjöld. Ekki mikið mál að henda nokkrum stólum í gám og koma þar fyrir farþegum.

Það var ekki flókið fyrir Nils að leggja saman tvo og tvo. Félag sem dregur saman segl. „Say no more.“ Jafnframt hefur Sterling einnig orðað það svo að félagið muni leggja árar í bát.

„I rest my case“ segir Nils.


mbl.is Sterling dregur saman seglin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gylfi sagði alltaf stolt siglir fleyið mitt. Hann kv-að vísu sigldi sinn eiginn sjó.

hóst-hóst

togarajaxlinn (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 14:43

2 identicon

Þessir jakkaklæddu flugmannsræflar þeir gætu ekki siglt kafbát í hlandskál. Þetta er svoddan mömmudrengir með lafandi hor.

hóst-hóst

togarajaxlinn (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 15:00

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Humm, I rest my case

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.9.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband