Mánudagur, 22. september 2008
Heim á klakann
Jæja. Þá er maður kominn, heilu og höldnu, heim á klakann eftir góða viku undir Alpafjöllunum. Nei, ég fór ekki á skíði og ekki heldur í glæfralegar klifurferðir. Kannski ég geri það seinna. Nú var það bara menningin. Þ.e. að vera innan um venjulegt fólk, á venjulegum ítölskum heimilum. Ganga um þröngar götur lítilla þorpa og hlíðarnar fyrir ofan. Fara á venjuleg ítölsk veitingahús og þannig. Allt túrista-eitthvað látið lönd og leið. Fékk líka smá útrás fyrir kastalablætið.
Ég tók eitthvað af myndum, en hefði e.t.v. átt að taka fleiri. Geri betur næst.
Aosta dalur kvíslast í smærri dali, svona eins og Breiðdalurinn.
Einn þeirra dala heitir Lys. Þar var ég, rétt við lítið þorp sem heitir Gaby. Lys er kenndur við blóm sem á latínu heitir Paradisea liliastum.
Svona var útsýnið af stéttinni, fyrsta daginn.
Húsið sem ég bjó í. Við hliðina er kirkja. Mér skilst að einhverjar þessara bygginga séu að uppruna, um 12 - 13 hundruð ára. Líklega búið að endurbyggja og byggja við mörgum sinnum.
Fyrsta deginum eyddi ég að mestu í þorpinu Gressoney Saint Jean, sem er ca þúsund manna þorp, ofar í dalnum. Þennan dag var lágskýjað og gekk á með skúrum. Engu að síður prýðis veður og tilvalið til gönguferða. Ég gekk góðan hring um þorpið.
Áin sem rennur gegn um Gressoney Saint Jean inniheldur a.m.k. að hluta til jökulvatn.
Eins og sjá má er dalurinn afar þröngur.
Magnað að sjá þetta hús, undir skriðunum.
Þessi var aldeilis góður með sig, geltandi og vígalegur. Allt þar til ég stoppaði og tók upp myndavélina. Þá sneri hann sér undan, lúpulegur, tístandi eins og nýfæddur hvolpur.
Svona aukreitis. Einhver golfklúbbur var með uppákomu þessa sömi helgi og menn óku um þorpið á fornbílum. Ég vitanlega þefaði upp hvaðan þeir komu og leit á gripina.
Lítið smáatriði, sem ekki sést á myndinni. Köflótti sixpensarinn í aftursætinu var algerlega viðeigandi.
Þessir eru sko flottir saman. Alveg í sama stílnum, nema hvað örfá ár aðskilja þá.
Meira blæti í pípunum, sem kemur síðar.
Ave
Athugasemdir
Hrífandi myndir, en húsin þarna á bak við virðast að hruni komin.
Úff, tókstu engar innandyra?
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 16:27
eitthver af þessum húsum þarna fyrir ofan eru hrörleg að sjá. ég fór ekki inn í húsin. ekki í kirkjuna heldur þar sem hún var lokuð og læst
Brjánn Guðjónsson, 22.9.2008 kl. 16:30
reyndar held ég að þetta hús sem er hvað hrörlegast, sé bara geymsluskúr
Brjánn Guðjónsson, 22.9.2008 kl. 16:32
En gaman og flottar myndir..Velkominn heim..
Gulli litli, 22.9.2008 kl. 17:23
Velkominn heim, engin mynd af þér?
Ofurskutlukveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:24
... gaman að sjá þessar myndir... var ekki maturinn góður á þessum "venjulegu ítölsku veitingastöðum" ?
Brattur, 22.9.2008 kl. 21:41
Velkominn minn kæri....ég var að hugsa um að sitja á tröppunum hjá þér þegar þú komst heim því ég var farin að sakna þín svo mikiiiðððð...en magnað að sjá að það var gaman og bíð ég öll spennt eftir aðal SÖGUÞRÆÐINUM....;)
VELKOMINN....SÆTI
Halla Vilbergsdóttir, 22.9.2008 kl. 22:57
Svakalega sem þessir gömlu bílar eru alltaf flottir!
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.9.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.