Ríkisvæðingin hafin

Það kom á daginn, sem Bergmálstíðindi fluttu frétt af í morgun. Ríkisvæðing bankanna er hafin. Stíf fundahöld standa nú yfir víða um bæ, enda margt sem liggur fyrir að ríkisvæða.

Babb hefur þó komið í bát eftir að ríkisvæðing Glitnis var í höfn. Leit að nýjum bankastjóra ætlar að reynast erfiðari en gert var ráð fyrir.

„Satt best að segja gleymdist alveg að pæla í þessu“ segir Rafn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi. „Nú funda ráðamenn um þetta mál. Svo virðist sem erfitt verði að finna einhvern nægilega vanhæfan til verksins“ segir Rafn jafnframt.

Bergmálstíðindi munu hafa fingur á púlsinum og flytja fréttir jafnóðum og þær berast.


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er langt síðan það var hætt með flotkrónuna. Þessar krónur sem nú eru í gangi þær fljóta ekki, ég er búinn að prófa það.

rumpur (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 09:54

2 identicon

Svo sýnist mér að það sé að fara eins fyrir  kapitalismanum eins og kommúnismanum. Ríki heims eru að taka yfir banka og fyrirtæki.

Það sem ég vil sjá núna er að Lalli Suða, bankastjóri Útvegsbankans verði afhausaður.

rumpur (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:03

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svona er hún, barnætan. byltingin. hún étur líka ömmu sína

Brjánn Guðjónsson, 29.9.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband