Gösprum gætilega

Gaspursfulltrúi hins opinbera, vill vara alþýðu við öllu gerræðisgaspri. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Nú þegar hafi of margir gasprað of mikið og of lengi.

Hann vill sérstaklega vara við öllu gaspri um þjóðstjórn og ríkisvæðingu bankakerfisins. Íslenska þjóðin hefði styrka ríkisstjórn sem hefði góð tök á öllum málum. Fólk skyldi gefa henni næði og svigrúm til sinna starfa, án óþarfa afskipta eða athugasemda.

Þar sem fjármálamarkaðir stjórnuðust af bjartsýni og/eða kvíða fólks víða um heim, rétt eins og olíumarkaðurinn, þyrfti að tala varlega. Ekki gefa út yfirlýsingar sem stæðust ekki. Ekki heldur segja eitt í dag og annað á morgun.

Það gæti t.d. haft alvarlegar afleiðingar að gefa út yfirlýsingar um styrk bankakerfisins í dag og yfirtaka síðan banka á morgun, rétt eins og hann væri gjaldþrota. Það myndi rýra traust markaðarins á öllu bankakerfinu. Á sama hátt myndi tal um þjóðstjórn virka sem vantraustsyfirlýsing á störf ríkisstjórnarinnar.

 

Ég verð að segja, að í þetta sinn er ég hjartanlega sammála honum.


mbl.is Davíð: Menn tali varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband