Fílabeinsturnar

Sumir bloggarar kjósa að lifa í fílabeinsturni. Vilja getað bullað og blaðrað án þess að fá gagnrýni. Sumir ritskoða kommentin áður en þau eru birt. Aðrir leifa ekki komment.

Ykkur að segja þá get ég flokkað bloggara í þrjá flokka.

1) Góða og gilda. Allt svo, leifa öllum skoðunum að koma fram.

2) Vafasama. Þeir sem vilja ritskoða. Ok, menn hafa kannski sérstakar ástæður til að vilja ritskoða, eins og stalkera og þannig.

3) Ómarktæka. Þeir sem gefa ekki færi á athugasemdum við sínar færslur. Punktur.

 

Ég fór inn á eitt slíkt blogg áðan. Ómarktækt. Sá fyrirsögnina hjá Jóni Bjarnasyni, sem er þingmaður Vinstri Grænna. Hann kýs að lifa í fílabeinsturni og geta blaðrað út í loftið án þess að kjósendur hans geti lagt orð í belg. Það var algjört slys að kíkja á bloggið hans. Ég hef þá reglu að lesa ekki blogg fílabeinsturnsbloggara, en fyrirsögnin var svo sexý að ég kíkti samt. Skrollaði niður og sá að ekki var hægt að kommenta. Lokaði því næst glugganum án þess að lesa bloggið.

Hví er þingmaður að blogga eins og kjaftakerling án ábyrgðar?
Er hann hræddur við að aðrir hafi aðra skoðun en hann?

Hvað er málið?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Mig hefur alltaf langað til að standa á svölunum á Alþingi og spræna yfir liðið og labba svo út.
Það er svoldið svipað.

Thee, 16.10.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Brattur

... úff, hvað ég er sammála þér... svona síður er algjörlega líflausar og því steindauðar... nenni bara alls ekki að lesa þær... menn að tala við sjálfa sig...

Brattur, 16.10.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég nenni ekki síðum þar sem athugasemdir eru ekki leyfðar.  Les frekar blöðin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 23:47

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nákvæmlega. tala við sjálfa sig

Brjánn Guðjónsson, 17.10.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband