Davíð konungur híf(a)ður

Með ferilskrá sem meðal annars státar af afrekum á borð við þau að fella sjálfan Glitni, hefur Davíð konungur hingað til verið talinn geta staðið af sér flestar ógnir. Ekki þó af völdum dansks glæpamanns með krana.

Þótt Davíð þyki mikill að efni og umfangi verður þó að segjast að danskurinn, Egon Jeppesen, hafi færst of mikið í fang. Overkill, eins og tjallinn kallar það. Að sögn blaðsins Bergmåletidende í Esbjerg, mun Egon hafa ætlað sér að hefna ófara sinna. Hann mun hafa átt hlutabréf í ónefndu fyrirtæki, sem gekk manna í millum í fyrra, með tilheyrandi hækkandi tölum á verðmiðanum. Hinsvegar hafi komið í ljós að verðmiðinn var úr svo lélegum pappír að verðgildi hans hafi í raun verið ekkert. Það hafi hins vegar ekki komið í ljós fyrr en Davíð hafði keypt ölið og drukkið. Því hafi hafi hann verið hífður hífaður.


mbl.is Davíð konungi í Vorrar frúarkirkju stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband