Ég er bátsmađur, einn á báti og heimta kjöldrátt

Nú á seinustu dögum, í öllu efnahagsfarganinu, er sumum ansi tíđrćtt um báta. Talađ um ţjóđarskútuna, sem réttilega hefur strandađ langt upp á túni. Í umrćđum á Alţingi um stefnurćđu forsćtisráđherra, sté varla sá mađur í pontu ađ hann talađi ekki um báta. Ađ tala í líkingum var ţema kvöldsins og tengdist ađallega sjávarútvegi. Ólgusjór, allir í sama bát, yrir utan ţjóđarskútuna sjálfa. Ţađ gefur á bátinn viđ Grćnland, söng einhver. Jú, Ísland er viđ Grćnland svo ţađ er allt satt og rétt.

Hvar var ég?....Jú, ţetta međ bátinn. Allir í sama bát. Ţađ er auđvitađ tómur ţvćttingur. Í besta falli störfum viđ hjá sama útgerđarfyrirtćkinu, Bruđli hf. Hver á sínum bát ţó. Einhverir á lystisnekkjum, ađrir á skemmtiferđaskipum. Flestir ţó á opnum árabátum og ţví miđur einhverir sem ekki einu sinni hafa bát, heldur halda sér í fljótandi trjádrumba. Sjálfur er ég á ţokkalega vel tjörguđum árabát. Ég sé ţó engan biskup ţar um borđ.

Í öllu havaríinu undanfariđ hafa heyrst raddir um ađ nú sé ekki tíminn ađ leita sökudólga. Heldur skulu allir taka til, saman. Mér finnast ţađ klénar raddir. Hví ćtti ég ađ taka til eftir partíiđ í nćsta báti? Bátnum ţar sem formađurinn var fullur og klessti á bátinn minn, svo leki kom ađ. Á ég bara ađ ausa og ausa međan fífliđ sem ók á mig siglir makindalega burt? Nei!

Ţannig vill til ađ ég hef ráđiđ mér starfsmenn á minn bát. Nokkrir eru nú ađ ausa og ég vil ađ hinir fari nú og kjöldragi kvikindiđ á hinum bátnum. Ţađ getur vel gerst samhliđa austrinum og má ekki bíđa. Hinn seki má ekki komast undan.

En svona án líkinga og annars orđskrúđs, ţá á ţetta viđ um raunveruleikann líka. Auđvitađ á ađ taka til og bjarga ţví sem bjargađ verđur, strax. Hins vegar má á sama tíma setja ađra í ţá vinnu ađ ţefa uppi sökudólgana, áđur en ţeir koma sönnunargögnum fyrir kattarnef.

Svo ég skelli mér aftur í líkingarnar...Ef kveiknar í, er strax hafist handa viđ ađ rannsaka brunann. Ţađ er ekki beđiđ í margar vikur eđa mánuđi međan húsiđ er endurbyggt. Nei, vísbendingarnar um upptök brunans eru nefnilega til stađar í upphafi, en ekki eftir ađ skipt hefur veriđ um hverja spýtu hússins.

Ţađ ţarf ađ finna sökudólgana strax og gera ţá óvirka svo ţeir valdi ekki meiri skađa en orđinn er. Ţađ er ekkert vit í ađ hafa ţá enn valsandi allsstađar og innan um, međan hinir eru ađ reyna ađ byggja upp.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Viđ eigum eftir ađ sjá bráđum á eftir stjórnmálamönnum og embćttismönnum flýja dallinn. Ţađ er víst sagt ađ rotturnar flýji sökkvandi skip. Ţeir eru bara ađ tryggja ţađ ađ báturinn sökkvi áđur en ţeir fara.

Hvort er betra kjöldráttur eđa venjulegur dráttur? Er kannske sinadráttur bestur?

Thee, 17.10.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

örugglega dráttur međ kjölfestu heimilisins, en ţar sem ég er einn á báti og án kjölsvíns er ţađ líklega bara sinadráttur. ég bý líka bara á mölinni svo ekki verđur ţađ fjárdráttur.

Brjánn Guđjónsson, 17.10.2008 kl. 19:48

3 Smámynd: Thee

Ađ öđru, ţá var ég ađ heyra ţađ ađ ţađ er til betri ađferđ en stígvél á bjargbrún ef ţú ert fjárdráttarmađur.

Thee, 17.10.2008 kl. 20:09

4 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

já, ađ gerast útrásarvíkingur

Brjánn Guđjónsson, 17.10.2008 kl. 20:11

5 Smámynd: Thee

Hvađ er annars ađ frétta af ţér kallinn?

Thee, 17.10.2008 kl. 20:17

6 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

hurru, bara allt hiđ besta. mađur bara tekur ţetta međ hćgri

Brjánn Guđjónsson, 17.10.2008 kl. 21:10

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ţú mćtir á morgun klukkan ţrjú, er ţađ ekki? Hugsađu ţér hvađ ţú yrđir ánćgđur međ sjálfan ţig! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 21:16

8 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

jú, ef sófinn verđur ekki ţeim mun meira sexý

Brjánn Guđjónsson, 17.10.2008 kl. 21:18

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ausum og kjöldrögum.  Ég er game.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 21:30

10 identicon

Sammála!

Guđbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráđ) 18.10.2008 kl. 09:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband