Er mig að dreyma?

Nei, svei mér þá. Þetta er raunverulegt.

Hvaða fádæma snillingi datt í hug sú fráleita hugmynd að taka hér upp norska krónu? Hvort heldur er beint, eða með að tengja íslensku krónuna við þá norsku.

Þær raddir eru ekki nýjar að hér skyldi taka upp €vru, þá með tilheyrandi inngöngu í €vrópuklúbbinn. Þær hafa þó gerst mun fleiri og mun háværari eftir því sem mánuðirnir og árin hafa liðið. Einhverjir voru framsýnir og sáu fyrir lifandis löngu að íslenska krónan væri ekki upp á marga froska. Eftir að fór að halla af alvöru undan fæti hafa fleiri bæst í þann hóp. Flestir þeirrar skoðunar að beinast lægi við að horfa til Evrópu.

Á sama tíma eru aðrir sem mega ekki fyrir nokkra muni sjá eða heyra neitt sem heitir Evrópa. Sumir þeirra hafa þó áttað sig á hversu handónýtt drasl íslenska krónan er. Þó má ekki tala um Evrópu. Þeir hafa, í móðursýki sinni, reynt hvert hálmstráið á fætur öðru. Einhver nefndi svissneska frankann, annar snillingur nefndi dönsku krónuna. Nýjasta ruglið er norska krónan.

Hvað gengur mönnum til?

Þeir sem harðast leggjast gegn Evrópusambandsaðild leggja fyrir sig framsal sjálfstæðis og segja að ekki yrði gæfulegt að vera undir seðlabanka Evrópu, án þess að hafa þar áhrif. Halda menn að íslendingar hefðu einhver áhrif, tengdir öðrum gjaldmiðlum? Nei. Herra Joð viðurkenndi það meira að segja sjálfur, í Silfri sunnudagsins.

Ok. Menn geta svo sem tínt til fleiri rök gegn Evrópusambandsaðild, eins og yfirráð yfir auðlindum. Slíkir hlutir eru umsemjanlegir og til að semja megi um þá verða menn að hefja viðræður við Sambandið.

Nei, það má alls ekki. Miklu notalegra er að lúra í skotgröfunum eitthvað áfram.

Þótt við íslendingar hefðum e.t.v. lítil áhrif innan Evrópusambandsins, vegna smæðar okkar innan milljónaþjóðanna, hefðum við þó okkar fulltrúa þar og gætum látið okkar rödd hljóma. Hefðum minni áhrif en stóru þjóðirnar, en hefðum þó áhrif. Sem undirsátar Norðmanna eða annara hefðum við engin áhrif. Enga rödd. Hefðum ekkert að segja um peningamálastefnuna. Ekkert. Niente. Nix. Void.

Það er væntanlega það sem Joð & Co vilja helst?


mbl.is Norsk króna ekki í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Thee, 3.11.2008 kl. 18:51

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fólk hefur ekki sjálfsvirðingu. spillingarrunk fram í rauðan dauðann

Brjánn Guðjónsson, 3.11.2008 kl. 18:54

3 Smámynd: Thee

ertu að gera eittvað á eftir? er ekki bara uppreisn!

Thee, 3.11.2008 kl. 18:59

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

alveg konulaus, svo varla verður mikil uppreisn

Brjánn Guðjónsson, 3.11.2008 kl. 19:01

5 Smámynd: Thee

gunga

Thee, 3.11.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband