Eldfim apparöt

Farið hefur framhjá fæstum hve eldfimi vélknúinna apparata, þá helst farartækja, hefur aukist á undanförnum vikum.

Um er að ræða ráðgátu sem færustu sérfræðingar hafa mikið velt fyrir sér. Helst er talin orsökin að er hitna fari undir eigendum geti það aukið á íkveikjuhættu. Til að kveikja eld þurfi nefnilega eldsneyti, súrefni og hita.

Bifreiðar hafa hingað til verið í mestri áhættu hvað þetta varðar. Þó virðist sem bátar séu einig að koma sterkir inn.

Leó Löve, sérfræðingur í eldvörnum, segir í samtali við Bergmálstíðindi að líklega muni reiðjól og línuskautar bætast í hópinn fyrr en varir. Einnig að skellinöðrur séu að bætast í áhættuhópinn ásamt sláttuvélum.

Bensínkveikjarar virðast, enn sem komið er, ætla að sleppa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband