Nebbabrúnar klappstýrur

Það er skondið að lesa um HHG talandi um klappstýrur. Ekki skal ég segja um hvort ÓRG hafi verið í klappstýruhlutverki eður ei. Gott ef ekki satt.

Hinsvegar hljómar það sem fúll fretur þegar HHG, af öllum, talar um klappstýrur. Maður sem varla getur opnað munninn án þess að segja Davíð Oddsson. Það þarf ekki annað en að fara á bloggið hans og ýta á Control + F, slá inn „Davíð Oddsson“ og telja hve oft sá texti kemur fyrir. Þá er ekki eins og verið sé að níða skó hans, Davíðs, þar sem nafn hans kemur fyrir.

Kannski er ÓRG klappstýra og kannski nebbabrúnn, en skyldu það vera fleiri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Þú tekur stórt upp í þig í sambandi við Hannes Hólmstein Gissurarson.

Thee, 4.11.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

alls ekki. það vill bara til að ég var einmitt að telja Davíðshúrrahrópin hans í fyrradag.

mér finnst bara að maðurinn sem er einn helsti hugmyndafræðingurinn að vitleysunni sem hér hefur tröllriðið rækjum seinustu ár eigi að hafa til þess vit og þroska að segja sem minnst. helst ekkert.

Brjánn Guðjónsson, 4.11.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Thee

Ég heyrði viðtal við hann á Sögu í gær, tók ekki eftir því að hann nefndi DO oft. Kannske svona 15-20 sinnum.

Thee, 4.11.2008 kl. 13:32

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

núnú, bara hógvær

Brjánn Guðjónsson, 4.11.2008 kl. 13:58

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er nú ekki flóknara en svo að ef maður lenti í skoðanakönnun og spurningin væri; 

"Hver kemur fyrst upp í huga þér þegar talað er um tilbeiðslu á Íslandi"

..... þá væri svarið Hannes. 

Ég held að maðurinn trúi á Davíð.

Anna Einarsdóttir, 4.11.2008 kl. 16:41

6 identicon

ég vill bara benda á þetta á youtube

http://www.youtube.com/watch?v=_o9z5tucjck&NR=1 

http://www.youtube.com/watch?v=jYT5Ef0Xnjk&feature=related 

Steini tuð (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 23:39

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Steini, ég þori varla að kíkja á þetta. örugglega eitthvert klám

Brjánn Guðjónsson, 6.11.2008 kl. 02:24

8 identicon

hehhehe, Brjánn ypu wish!  þetta er til dæmis um HALE LÚJA  HHG um sjálfstæðisflokkin og þá sérstaklega Dabba.

Steini tuð (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband