Laugardagur, 8. nóvember 2008
Kjörumhverfi fyrir spillingu
Ég geri fyrirsögn fréttarinnar að minni. Vissulega er rétt sem Tryggvi Þór segir. Nýlegt dæmi er spillingin í Kaupþingi, þar sem losa átti útvalda úr snörunni en aðra ekki.
Fólk reynir að komast upp með alls kyns þannig hroðbjóð, þar til hann kemst óvart upp. Obbossí.
Spillingin á sér þó fleiri hliðar. Eins og þá að fólk sem tekið hefur að sér þjónustuhlutverk við þjóðina, kýs að taka hagsmyni einkavina sinna fram yfir hag þjóðarinnar. Fólk sem, þrátt fyrir ærandi hávaðann í þjóðfælaginu, kýs að halda verndarhendi yfir einhverjum böddíum, meðan þjóðinni blæðir úr. Reyna svo ekki einu sinni að fela það. Gætu eins mætt niður á torg, standandi á ölkassa og hrópað yfir lýðinn; Ég er spillingarsinni!
Fjálmálakerfi heimsins byggja fyrst og síðast á trausti. Krónan er rúin trausti. Stjórnendur eru rúnir trausti. Svo eru menn svo einfaldir að halda að stýrivaxtabreytingar breyti einhverju. Pizza með þremur áleggjum myndi gera sama gagn. Semsagt ekkert.
Það er líka spillingin sem hefur komið okkur á þann stað sem við erum. Einkavinavæðingar og óstjórn.
Einhverjir tala um vrópusamband og nýja mynt. Það hljómar sem eitur í beinum spillingarsinnanna. Hví? Jú, þá hafa þeir ekki sama aðgang að kjötkötlunum og færri tækifæri til að hygla gömlu skólafélögunum. Málið er ekki flóknara en það.
Því er spurningin í raun heimskuleg, um hví ekkert breytist, því svarið blasir við öllum.
Kjörumhverfi fyrir spillingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2008 kl. 19:09 | Facebook
Athugasemdir
heyr heyr kæri vinur
101moi (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:22
já obbosí
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 02:46
Nákvæmlega!
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 10:25
Sammála..
Gulli litli, 9.11.2008 kl. 10:49
Mjer finnst nu kjæri brjann, þetta vera obbolitið noldur. Eg hef i araraðir setið við kjotkatla islands og þar er heitt og gott að vera. Afram spyllingin. Kveðja, dr. ebbi
dr. Ebeneser van Spelling (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:18
... ég held einmitt að það sé meiri spilling í gangi en við gerum okkur grein fyrir... það getur t.d. enginn rannsakað neitt hér á landi varðandi þetta bankahrun... því fólk er svo tengt... búið að stinga dúsu upp í allt liðið... svo allir verja alla...
Brattur, 10.11.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.