Föstudagur, 14. nóvember 2008
Atburđir dagsins
Á blađamannafundi forsćtis- og utanríkisráđherra í dag mátti merkja ađ lausnir eru í sjónmáli.
Ýmislegt kom fram á fundinum og loksins einhverjar ađgerđir kynntar. Ţađ var ţó ekki ţađ sem sagđi mér ađ kannski sjái fyrir endan á ástandinu sem stađiđ hefur yfir.
Nei, til ţess ţurfti ađ lesa milli línanna.
Hvađa merki voru uppi um ađ betra sé í vćndum? Jú, ţađ kom fram ţegar blađamenn spurđu ráđherrana spjörunum úr.
Ráđherrarnir og ţá ekki síst forsćtisráđherra sýndu stillingu og svöruđu tiltölulega skilmerkilega ţeim spurningum sem fyrir ţá voru lagđar og sjaldnast snubbótt. Eins mátti greina stillingu forsćtisráđherra er hann sat undir endurteknum spurningum eins spyrilsins og mátti ţola endurtekin frammígrip er hann reyndi ađ svara. Einhverntímann hefđi sá veriđ kallađur fífl og dóni.
Sumum er greinilega létt. Ţađ er ţví von mín ađ einhversstađar sé ađ rofa til, ţótt ekki sé nema í geđi ráđamanna.
Mótmćlandi dagsins er stólakonan á Akureyri. Hrönn, minnir mig hún heiti. Hún tók forláta stól úr útibúi Landsbankann, upp í skuld.
Ţetta kalla ég snilld.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.