Spaugstofan er eins og Íbúðalánasjóður

Spaugstofan hefur skemmt landanum í sjónvarpinu á laugardagskvöldum lengur en elstu menn muna og Íbúðalánasjóður hefur lánað landanum fyrir húsnæði lengur en elstu menn muna.

Undanfarin ár hefur verið sótt að báðum stofnununum. Já, ég skilgreini Spaugstofuna sem stofnun.

Undanfarin ár vildu nýgræðingarnir leggja niður Íbúðalánasjóð. Töldu hann gamaldags og púkó. Í dag vitum við öll betur. Nýgræðingarnir eru aftur skriðnir oní holur sínar eftir að hafa skitið upp yfir axlir. Í hvaða sporum væri almenningur nú, hefði Íbúðalánasjóður verið lagður niður?

Líkt er með Spaugstofuna. Hún hefur þurft að liggja undir allskyns ákúrum undanfarin ár. Sögð vera gamaldags og púkó. Miklu betri væri kúk og piss húmorinn sem tröllriði öðrum grínþáttum í sjónvarpi. Prumpuhúmorinn væri framtíðin en Spaugstofan bara fyrir börn og gamalmenni. Eins og þau séu ekki líka fólk?

Hvað svo? Svo skellur á kreppa og Spaugstofan blómstrar sem aldrei fyrr. Hnífbeittir í sinni snilldarlegu hæðni. Hver nennir að hlusta á prumpubrandara í kreppuni.

Þeir klikkuðu ekki í kvöld, frekar en fyrr. Enda hafa þeir af nógu að taka. Grín er eins og eldur og nú er nægur eldiviður og súrefni og því logar eldurinn glatt.

Það var flott hvernig þeir tóku Bjarna Harðar - málið. BjarniOgMóri

 

 

 

 

 

 

 

En mesta snilldin var leitin að Árna Mathiesen, sem fannst í barnabílstól hjá Dabba á Svörtuloftum.ÁrniOgDavíð

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Isis

Já.. þátturinn í kvöld var góður.. en þáttur síðastu helgar lifir enn í huga mér... það er þáttur sem verður seint toppaður held ég.

En það er satt... þeir eru að blómstra og árna matiesen atriðið var priceless

Isis, 15.11.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Thee

Það er kannske ekki best en Spaugstofan er sennilega helsti gagnrýnandi stjórnvalda í dag.

Thee, 15.11.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Spaugstofan er að brillera, þátt eftir þátt. þátturinn seinustu helgi var hrein snilld.

Brjánn Guðjónsson, 16.11.2008 kl. 12:58

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

ég er sammála þér - mér fannst sjálfum pálmi ná mér mjög vel og skemmtilega til fundið að ég fengi að hafa móra með mér - þó reyndar haldi ég frekar að það sé skottan gunna ívars sem fylgi mér...

Bjarni Harðarson, 17.11.2008 kl. 05:27

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Móri var ómissandi í atriðinu. kannski Gunna Ívars hefði hæft þér betur, en Móri er vissulega frægari.

Brjánn Guðjónsson, 17.11.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband