Hallelúja, segir Gunnar Krossfari

„Þetta var stórkostleg samkoma og mikil smurning“ segir Gunnar krossfari Sigurðsson, samkomustjóri um samkomu félags áhugamanna um fundahöld, sem haldin var í kvöld.

„Samkoman var afskaplega vel sótt. Útvarpað var beint frá samkomunni á útvarpi Alfa“ segir Gunnar.

Á fundinum héldu nokkrir beturvitringar tölur. Þar má helsta nefna, Böðvar Broddason og Ernir Traustason, sem báðir hafa getið sér gott orð fyrir opinbert skoðanahald.

Fundinn sóttu um 800 manns og færri komust að en vildu.

„Góðir andar voru í salnum“ segir Gunnar.


mbl.is „Stórkostlegur fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Þór Bragason

góðir andar held ég að hafi nú haldið sig annarstaðar.

en stundum eru illir andar taldir góðir.   enda fjölbreytilegir og margslungnir þó svo þeir hafi ekki eigin vilja vegna áhrifavalda annrrra anda sem aftur eru háðir og undir áhrifum annrara anda sem telja sig hafa frjálsan vilja en eru samt í hringrás áhrifagirnignar allan hringin í kring.

Garðar Þór Bragason, 18.11.2008 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband