Réttindanauðgun í Ésú nafni

Það er með ólíkindum að fyrir það fyrsta sé barn skírt í trássi við vilja forræðisforeldris. Síðan ekkert gert til að leiðrétta ruglið. Hvort um er að ræða vilja- eða getuleysi finnst mér ekki skipta öllu máli. Í það minnsta má lesa úr orðum áfrýjunarnefndar að viljann skorti.

Nefndin telur að það hafi verið í þágu barnsins að skíra það til kristinnar trúar

Á hverju er það mat byggt? Liggja einhver rök á bak við það mat?

Staðfest er sú ákvörðun úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar að hafna kröfu kæranda um að grípa til viðeigandi úrræða gagnvart séra Svavari.

Ergó, skilaboðin eru að það sé í lagi að brjóta á réttindum forræðisforeldra til að hafa forræði yfir börnum sínum. Svavar minn, gerðu þetta bara aftur og aftur. Það er í góðu lagi. Sick

Þeim kröfum kæranda, að skírn sú, sem að framan greinir, verði úrskurðuð marklaus eða óleyfileg

Hér er líklega um að ræða getuleysi, ekki síður en viljaleysi. Líklega er ekki hægt að afturkalla gjörninginn. Því þarf að breyta áður en guðsmaðurinn fótum treður réttindi fleira fólks.

og að hann eigi bótakröfu á hendur þjóðkirkjunni vegna skírnarinnar, er vísað frá.

Embættismaður brýtur lög og enginn sætir ábyrgð. Hvorki hann persónulega né stofnunin sem hann starfar í umboði fyrir.

 

Væri ég þessi faðir, færi ég norður undir eins og kúkaði í skírnarfontinn.


mbl.is Presturinn breytti ekki siðferðilega rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kuflar hlýða bara einum lögum og einum boss... það er ímyndaði bossinn í geimnum þar sem bara er til einn glæpur, að trúa ekki á bossinn og dýrka hann.

Þarf ég að nefna selfossprestinn sem prestaðist út og suður þrátt fyrir bann... þessir menn fara bara eftir ævintýrabókinni sinni, þeir bera enga ábyrgð, ábyrgð flýgur út um gluggann ef menn trúa á bossinn

DoctorE (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:44

2 identicon

ég hélt þú værir búinn að fatta það fyrir löngu að eftir að þú skvettir í þá hefurðu ekkert meir að gera eða segja...:)

101moi (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Thee

Mér finnst nú helvíti flott hvernig þeir finna út hvað siðferðisbrot er ekki.

Thee, 18.11.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég lét ekki heldur skíra mín börn. hins vegar tóku þá sjálf ákvörðun um að skírast, nú þegar þau eru orðnir unglingar, enda ekki öðruvísi hægt að fermast til gjafa

en ég er reyndar bara forræðislaus eymingi og hafði því ekkert um það mál að segja.

Brjánn Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 22:55

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Hefði verið gaman að heyra hvað drengurinn vildi sjálfur því þó hann sé bara sjö ára þá gæti verið að hann hafi skoðanir.

Það er nefnilega líka til að trúleysi sé neytt uppá börn.

Einar Þór Strand, 18.11.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

með fullri virðingu fyrir barninu, tel ég afar ólíklegt að sjö ára barn hafi tekið út þann andlega þroska að hafa mótað eigin hugmyndir og tilfinningu fyrir trúmálum.

því er betra að láta barnið njóta vafans. það getur þá tekið skírn þegar það hefur tekið út nægan þroska til að taka sjálfstæða ákvörðun.

Brjánn Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 23:02

7 Smámynd: Einar Þór Strand

aha en eins og ég segi þá sýnist mér þetta snúast um hvað pabbanum finnst ekki barnið.

Einar Þór Strand, 18.11.2008 kl. 23:11

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nei, málið snýst um að forræðisforeldi hafi um málið að segja. barnið, sjö ára, hefur ekki sjálfsforræði. það er ekki flóknara en það.

Brjánn Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 23:23

9 Smámynd: Einar Þór Strand

já já eða hvað þú villt kalla það, en endar á því að það er hann sem telur sig verða fyrir misgjörð barnið og hvað því finnst er aukaatriði

Einar Þór Strand, 18.11.2008 kl. 23:56

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það á í raun ekki að taka svona ákvarðanir fyrir hönd barna.

Djöfuls mannréttindabrot.

En ég lét skíra mínar stelpur af því ég var svo vönkuð í höfði að ég var ekki farin að hugsa á þeim tíma.

Reyndar fermdist síðan bara ein af þeim.

Ekki það er einusinni frá mér komið, það eru þær sem eru svo skynsamar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2008 kl. 00:10

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

alls ekki. málið snýst ekki um það og jafnvel þótt málið væri hvað barnið vildi, hlýtur hann að hafa um það að segja jafnt og mamman. barnið er ekki fært um að taka slíka ákvörðun einsamalt ,sjö ára gamalt, að ætla að ganga með Ésú það sem eftir er.

Brjánn Guðjónsson, 19.11.2008 kl. 00:11

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mér finnst svo sem ekkert að því að fólk skírist, fermist, eða horfi á Omega.

bara svo lengi sem það hafi vit og þroska til að átta sig á hvað það er að fara út í.

sjö ára? neeee, held nú ekki.

Brjánn Guðjónsson, 19.11.2008 kl. 02:33

13 Smámynd: Thee

Upp fyrir Duff´s

Thee, 19.11.2008 kl. 09:51

14 identicon

Brjánn, börn hafa ekki heldur aldur til og sjaldn þroska til þess ákveða hvort þeu vilja fermast.   Þess vegna ætti ferming ekki að eiga sér stað fyrr en þau verða 18 ára og sjálfráða. 

Steini Tuð (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband