Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Vinnuslysahrinan heldur áfram
Vinnuslys varð í morgun, við Egilsstaðahöfn. Maður yfir fimmtugt datt af vinnumarkaði og hlaut við það beinbrot og skrámaðist nokkuð.
Aðdragandi slyssins mun hafa verið sá að maðurinn var að gera upp sippuband sitt í lok morgunkaffitímans, er annað handfangið hrökk af. Við það brá manninum svo að hann missti jafnvægið, með fyrrnefndum afleiðingum.
Nokkuð hefur borið á, undanfarið, að menn hafi dottið á svipaðan hátt. Séu þeir yfir fimmtugt detta þeir frekar af vinnumarkaði, meðan hinir yngri detta frekar í það.
Stóraukin sippubandaeign manna yfir fimmtugt er talin líkleg orsök að þeir detti heldur af vinnumarkaði, meðan stóraukin skuldasöfnun er talin örsök þess að hinir detti í það.
Detta út af vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sendu honum mína bestu kveðjur með ósk um skjóta betrun.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.11.2008 kl. 13:38
Fólk yfir fimmtugu með starfsreynslu? Í heimi nútímans er starfsreynsla það að nota verkfæri gærdagsins á verkefni morgundagsins. Er það líklegt til árangurs? Erum við ekki einmitt að horfa upp á það hvernig "reynsluboltarnir" í pólitík hafa klúðrað hlutunum?
Þrumarinn (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 13:59
það er millivegur. vitanlega er reynsla mikilvæg, en menn verði rykfallnir ef þeir staðna. það er annað mál.
Brjánn Guðjónsson, 19.11.2008 kl. 14:11
Þetta er ein fallegasta höfn landssins, sorglegt að svona skuli gerast þarna.
Thee, 19.11.2008 kl. 15:40
Fólk yfir fertugt á ekki að sippa og alls ekki með vinnumarkaðinn undir fótum.
Hann er svo valtur mar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2008 kl. 15:42
ha, á fólk yfir fertugt á ekki að sippa? ég sem hugsaði mér gott til glóðarinnar, eftir fimmtugt en hef svo bara tæpt ár eftir.
farinn út að kaupa sippuband.
Brjánn Guðjónsson, 19.11.2008 kl. 15:55
Heyrði í manni í útvarpinu sem ætlaði að "vinda"sínu kvæði í kross kannski að hann hafi verið að sippa...maður veit ekki hvað er vendipunkturinn hjá sumum...að vera á móti útvarpi skyldi það vera andvarp eða....
101moi (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.