Laugardagur, 22. nóvember 2008
Mótmæli ehf
Ég fór á mótmælafund í dag. Gott mál. Þarna voru margir að mótmæla (með klappi)
Þegar ég var að ala upp mín börn, komast ég fljótt að því að þýddi ekkert að hafa í frammi hótanir væri þeim ekki fylgt eftir. Þannig yrði maður bara ómerkilegur larður. Sem maður og varð, gengi maður ekki eftir hótununum.
Í dag eru Íslendingar að mótmæla. Reyndar virðast mótmælin vera í eigu Harðar Torfasonar. Enginn flokksbundinn fær að mótmæla og ekki Stulli trukkakall. Ok, ég skil vel að vilja halda pólitíkusum frá. Hvers vegna fékk Stulli trukkur ekki að tala? (gerir of mikið vesen) og hvernig er fólk valið á mælendaskrá?
Listamenn og þeir sem hafa verið á félagsvísindabraut HÍ. Hvaða fávitaháttur er þetta?
Ég taldi mig vera að taka þátt í mótmælum, en ekki útifundi áhugamanna um ljóðalestur. Fokk itt!
Er nema von að fólk hendi eggjum?
Athugasemdir
Svona svona, Brjánn minn. Gott að þú komst samt.
Ég gæti sagt þér heilmargt um þetta, útskýrt og spjallað en vil ekki gera það á þessum vettvangi. Sendu mér póst eða eitthvað ef þú vilt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.11.2008 kl. 22:58
Kannski er hugsunin að baki bara sú að þetta fari ekki bara beint út í það að verða "kosningaloforða" mótmælaræður - það er ef flokksbundnir fara að mæta í púltu, eða var það pútu - eða úlpu? ...
Annars er ég ekki hrifinn af mótmælunum sem fóru fram hjá lögreglustöðinni - sko fóru ekki framhjá henni - heldur við hana!
Þar fannst mér fólk fara yfir strikið með því að brjótast inn - skemma eigur annarra (okkar reyndar) og hvar hefði það endað ef löggan hefði ekki varið sig? Hefði "skríllinn" stoppað þegar inn var komið og hagað sér vel? Nei, örugglega ekki - heldu bara brotið allt og bramlað - eða kveikt í fjandans kofanum... ? Eða hvað - hver veit hvernig og hvað hefði gerst þegar inn hefði verið komið ...
Annars bara góður sko ... og sendi þér bara knús í helgarrestina þína kæri Boxer.
Tiger, 22.11.2008 kl. 23:05
Það bara þýðir ekkert að vera að klappa alltaf í kór ef ekkert gerist. Og Tiger ef það verður að brenna niður Gazstöðina við Hlemm til að réttlæti nái fram að ganga þá bara verður hún að brenna. Það er bara ekkert flóknara en það.
Thee, 22.11.2008 kl. 23:20
Þú ert eins og gamall ullarsokkur í skapinu maður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2008 kl. 23:21
ég þakka hlý orð í minn garð
Brjánn Guðjónsson, 22.11.2008 kl. 23:28
ég mun fjasa fram í rauðan dauðann!
Brjánn Guðjónsson, 22.11.2008 kl. 23:32
Thee, það vantar bara AK-47
Brjánn Guðjónsson, 22.11.2008 kl. 23:41
Þessi lengst til hægri held ég að virki best. Með hylkinu er hún stærri en meðal danskur víbrador og ef kúlan gerir ekki sitt gagn þá fer blýeitrunin með þá.
Thee, 22.11.2008 kl. 23:56
þú meinar reglustikan? hún gerir sig best?
kann ekki á AK-reglustika
Brjánn Guðjónsson, 23.11.2008 kl. 00:45
Ef þú ert með bláa hönd þá er reglustrikan hættulegt vopn...leiftursnöggt, hringir það e-h bjöllum...en við þurfum að fara láta kreppuna ná uppí fílabeinsturnana...
moi101 (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 01:11
Brjánzi, þetta er bara fyrir velmeinandi velmenntuð fíbbl, að mótmæla, ergóríkizláglaunaházkólastéttina.
Önnur slík, á skárri launum, kom okkur í klandrið !
Við eigum þó alltaf talandi frozk í vasanum.....
Steingrímur Helgason, 23.11.2008 kl. 02:01
Ég segi það enn og aftur að það mun ekkert gerast hér á fyrr en það verða almennileg mótmæli, A La France!! Ég hef ekki enn getað séð það á okkar háu herrum að þessi mótimæli hafi nokkur áhryf á þá, held að þeir séu bara glaðir með að þetta séu steingeld (friðsamleg) mótmæli. Það sem að gerðist við Lögreglustöðina hefði átt að gerast niðrí bæ, ég er ekki hlyntur ofbeldi eða skemmdarverkum, en ég er hræddur um að það hafi enginn áhrif að mæta niður í bæ á hverjum laugardeigi klappa í kór og hrópa NEI! eða JÁ! Þetta er það sem að Geiri gufa og kó vilja. Þeir vilja halda almúganum í skefjum. Það er merkilegt að það mæta fleyri í einhverjar friðargöngur niður Laugarveginn en þessi mótmæli. Ég skal mæta þegar það verða alvöru mótmæli A LA France! leggja niður samgöngur, fá bændur til þess að koma í bæinn á sínum traktorum með fulla skítadreyfara og dæla yfir alþingishúsi og stjórnarráðið. JÁ eða sækja Dabba, Hannes, Geira og fleyri og setja þá í gapstokk niðrí bæ, þar sem að fólk gæti svo kastað í þá eggjum, grænmeti, ávöxtum (tómatar) eða skít, þar sem að þessir menn eru bara skítur
Steini Tuð (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.