€vruvæðing á Íslandi

Margir hafa talað um að íslendingar eigi að taka upp Evru. Enn þrjóskast yfirvöld við, en teikn eru á lofti að Evran muni samt hefja innreið sína.

Umræðan um stuðning við Evru er þegar hafin í fjármálageiranum. Líkur eru á að fjölmargir aðilar, ekki síst í ferðaþjónustu, muni fyrr en varir taka við greiðslum í Evrum. Ekki er ólíklegt að fleiri bætist í hópinn, t.d. veitingamenn.

Útlit er því fyrir að Ísland muni Evruvæðast, sama hvað. Ef ekki um aðalinnganginn, þá um bakdyrnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ferðaþjónustan blómstrar í kreppunni af því að við erum ekki með evru. Það er veikt gengi krónunnar sem dregur túrhestana hingað upp á skerið.

Haraldur Hansson, 25.11.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, en þó er staðreyndin þessi. fleiri og fleiri vilja taka við greiðslum í evrum. ég nefni þetta bara hér vegna þess ég hef upplýsingar um það

Brjánn Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband