Talnaleikir

Fréttin af aukinni ánægju með stjórnarandstöðuna er gott dæmi um hvernig leika má með hlutfallstölur. Með hlutfallstölum má auðveldlega snúa lygi í sannleika og öfugt.

Fyrirsögn fréttarinnar Ánægja með stjórnarandsöðu vex má svo sem réttlæta á þann hátt að hlutfall þeirra sem segjast ánægð með stjórnarandstöðuna hafi hækkað frá síðustu könnun. Það segir hinsvegar ekki nema hálfa söguna. Það þarf alls ekki að þýða að ánægja með hana hafi aukist, heldur aðeins að óánægja með stjórnina hafi aukist. Reyndar kemur einmitt fram sú staðreynd í sömu frétt; „Hlutfall þeirra sem segjast óánægðir með störf stjórnarandstöðunnar hefur hinsvegar líka hækkað á sama tímabili, því 35% segjast nú óánægð.“

Er ekki málið einfaldlega að þriðji hópurinn hafi stækkað mest?

„Stærstur hluti svarenda, 38%, er þó á þeirri skoðun að stjórnarandstaðan myndi hvorki standa sig betur né verr en núverandi ríkisstjórn.“


mbl.is Ánægja með stjórnarandstöðu vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband