Björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar

Nú blæs ríkisstjórnin í lúðra. Nú skal bjarga fyrirtækjum landsins sem eru að kikna undan skuldum, eins og annar hver einskalingur gerir reyndar líka um þessar mundir.

Allt gott um það að segja. Að fyrirtæki geti haldið áfram rekstri er mikilvægt. Það skiptir máli fyrir atvinnuástandið og að halda efnahagsapparatinu gangandi.

Hvað er hinsvegar að frétta af nokkurra vikna lúðrablæstri um að bjarga einstaklingum og heimilum landsins?

Reyndar má ekki hreyfa við verðtryggingunni, sem öðru fremur étur upp eignir landsmanna. Eignir sem gætu sko komið sér vel að eiga í ellinni. Geta selt stórar eignir fyrir minni og leyst þar með út einhverjar summur. Nei, það má ekki hreyfa við verðtryggingunni því þá gæti lífeyrissparnaðurinn rýrnað (öööhh). Sparnaðurinn í lífeyrissjóðunum, sjáið til. Þessi sem menn halda fram að verðtryggingin verji. Þessi lífeyrissparnaður í feitu lífeyrissjóðunum sem hefur um árabil verið óvarlega ávaxtaður í hluta- og verðbréfum. Oft með neikvæðri ávöxtun. Svaka verðtrygging það GetLost

Nei. Verðtryggingin er heilög og því brenna eignir okkar upp og tómt mál að tala um að gera sér von um að geta notið þeirra á ævikvöldinu.

Einhversstaðar var minnst á að bjóða fólki að leysa út séreignasparnaðinn. Það kæmi sér víða vel að geta losað um smá reiðufé og slegið á skuldirnar. Stungið upp í gammana sem bíða við útidyrnar eftir að leysa til sín húsnæði fólks.

Nei, það má ekki heldur. Verkalýðsforingjarnir okkar ætla að sjá til þess. Þessir sem í hinu orðinu segjast vera að vinna fyrir almenning. Nei, nei. Miklu betra bara að frysta afborganir svo vextirnir geti laggst ofan á verðtryggðan höfuðstólinn. Tendra enn frekar bálið sem brennir upp eignirnar.

En aftur að fyrirtækjunum. Þar er talað um að breyta skuldum í eigið fé. Mér dettur í hug eldgamall Spaugstofuskedds þar sem talsmaður loðdýrabænda, sem þá börðust í bökkum, talar um skuldbreytingu. „Breyta skuldunum í gróða. Þá er hægt að fara að reka þetta að einhverju viti.“

Mætti ég biðja um að mínum skuldum verði breytt í eigið fé? Það kæmi sér afar vel akkúrat núna.

Ég gæti vel þegið, á sama tíma, að losna við skuldirnar og fá svolítið meira eigið fé til ráðstöfunar. Woundering

 

Ehaggi?


mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Já þetta er áhugavert, en samt sem áður finnst mér þetta hálfgert pot út í loftið, þegar kynntar voru aðgerið til að aðstoða einstaklinga var tildæmis nent að barnabætur yrðu greiddar mánaðarlega og myndi það hefjast í desember, þær hafa ekki látið sjá sig enn, ég spyr bara er eitthvað að marka það sem þessir menn segja, hingað til hefur það ekki verið.

Steinar Immanúel Sörensson, 2.12.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nei, það virðist ekkert vera að marka orð af því sem sagt hefur verið. viljinn til að koma til móts við grunneiningu þjóðfélagsins, einstaklingana, virðist ekki vera til staðar. tómt orðagjálfur.

Brjánn Guðjónsson, 2.12.2008 kl. 12:44

3 Smámynd: Thee

Mér líst vel á þennann galdur að breyta skuldum í eigið fé. Það mætti gera vil almenning líka svona fyrir jólin.

Thee, 2.12.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Já, ef það að breyta skuldum í eigið fé væri nú bara galdur. Ég tala nú ekki um svo magnaður að maður fengi fé til ráðstöfunar, þá væri engin kreppa. Aldrei.

Hef meiri áhyggjur af hvað þetta færir bönkunum mikil völd. Þeir eignast hluti í fjölmörgum fyrirtækjum, m.a. nærri alla útgerðina í landinu. Svo koma erlendir kröfuhafar og eignast bankana. Það er eitthvað bitastætt að finna þar.

Steinar: Það var búð að greiða allar barnabætur ársins þegar aðgerðarpakki vegna heimilanna var kynntur svo breytingin gat aldrei komið til framkvæmda fyrr en eftir áramót.

Haraldur Hansson, 2.12.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband