Þriðjudagur, 2. desember 2008
Mannaflsfrekar framkvæmdir
Í dag kynnti ríkisstjórnin áætlun, í tólf liðum, til að bæta rekstrarumhvefi fyrirtækja.
Tíundi liður áætlunarinnar er athyglisverður. Hann hljóðar á þessa leið:
Lögð verði sérstök áhersla á mannaflsfrekar atvinnuskapandi aðgerðir á vegum ríkisins Leitað verði eftir samstarfi við sveitarfélög um tímasetningu framkvæmda með það fyrir augum að standa vörð um atvinnu fólks og auka hagkvæmni.
Fólk hefur velt fyrir sér hvað við sé átt með mannaflsfrekum framkvæmdum því ljóst þyki að ekki verði farið út í neinar stórframkvæmdir strax, eins og virkjanir og álver.
Líklegasta skýringin muni vera sú að til standi að virkja atvinnulausa í þágu björgunarsveitanna. Til standi að gera út öfluga leitarflokka til að finna aftur traust íslensku þjóðarinnar og í framhaldinu, reyna að bjarga því ásamt öðru sem bjargað verði.
Ætlaði að setja þessa lífsspeki í sér færslu, en finnst hún alveg eiga við hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.