Fimmtudagur, 4. desember 2008
Mun draga til tíðinda snemma næsta árs?
Ég heyrði af samsæriskenningu Ingvi Hrafns Jónssonar. Hún mun vera eitthvað á þá leið að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafi gert með sér leynilegt samkomulag. Í því felist að Samfylkingin hætti að böggast í Seðlabankastjóranum gegn því að Sjálfstæðismenn geri stefnubreytingu í Evrópumálum, eða geri a.m.k. tilraun til þess.
Mér þykir þessi kenning alls ekki ólíkleg. Ingibjörg Sólrún, ásamt fleirum úr hennar röðum, talaði um að Seðlabankastjórinn yrði að víkja. Bókaði ekki Samfylkingin að Seðlabankastjóri starfaði ekki í hennar umboði?
Svo gerist það á sama tíma, að Sjálfstæðismenn ákveða að flýta landsfundi og Samfylkingin hættir að tala um Seðlabankastjóra. Tilviljun?
Geir hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að halda verndarhendi yfir Davíð Oddsyni. Fólk talar um að Davíð hljóti að hafa eitthvað á hann. Er ekki málið að það er þetta? Hótun Davíðs um endurkomu í pólitík? Er Geir ekki bara að reyna að halda flokknum sínum saman með að láta Davíð vera?
Best að líta í kristalskúluna. Hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvað mun gerast á og eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins?
1) Sjálfstæðisflokkur mun ekki breyta um stefnu í Evrópumálum.
Hvað gerist þá? Setur Samfylking Sjálfstæðismönnum stólinn fyrir dyrnar að einhverju leiti? Hreinsun í Seðlabankanum eða ríkisstjórn slitið?
Verði hreinsað til í Seðlabankanum, mun Dabbi líklega draga með sér fólk í Flokknum og þar með kljúfa hann. Ef ekki, heldur stjórnarslit, verða kosningar.
2) Sjálfstæðisflokkur mun breyta um stefnu í Evrópumálum.
Hvað gerist þá? Klofnar flokkurinn? Hvaða áhrif það hefði á stuðning sjálfstæðisþingmanna við ríkisstjórnina veit ég ekki. Mun ríkisstjórnin halda meirihluta sínum?
Möguleikarnir eru þá þessir:
a) Hreinsun í Seðlabanka og Dabbi klýfur Flokkinn.
b) Sjálfstæðisflokkur klofnar vegna nýrrar Evrópustefnu.
c) Sjálfstæðisflokkur klofnar ekki vegna nýrrar Evrópustefnu.
d) Ekkert breytist. Sama Evrópustefna Sjálfstæðismanna og sama meðvirkni Samfylkingarinnar.
Ég spái möguleika d.
Nú er kristalskúlan orðin óskýr svo ég læt staðar numið að sinni.
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Facebook
Athugasemdir
Ég spái gífurlegu efnahagshruni um mest allann heim eftir áramót. Sérstaklega í Bandaríkjunum og þar muni fróðlegir hlutir fara að gerast. Ég sé fyrir mér vaxandi spennu milli þjóða, ekki er ólíklegt að sverð verði brýnd og hoggið. Ég sé menn sem komast til valda sem beitt hafi svikum og prettum til þess. Ný bandalög myndast og ólíklegustu hlutir fara að gerast. Gildi breytast, almenningur sveltur og reiði magnast. Valdhöfum velt af stólum, ríki loga innbyrðis.
Diskókúlan er orðin óskýr.
Thee, 4.12.2008 kl. 12:57
Ég spái því að þegar fyrsta fórnarlamb Evrunnar fellur breytist ESB umræðan á Íslandi. Landið verður Grikkland og bara spurning hvort það verði fyrir landsfundinn.
Þróunin í Evrópu mun hafa áhrif á þetta allt. En að öllu óbreyttu myndi ég gera eins og þú, setja x við D í þetta sinn.
Haraldur Hansson, 4.12.2008 kl. 16:09
eins og segir í laginu.
Beygðu þig fram taktu niður það er allra undir lægna siður, glentu út og hættu að vola svona þarftu aumingin að þola, hvað þó að þjóðini sé ri**ð í rass um hverjar kosningar segir hún pass.................................................................
bara sækja um aðild í Kanada, og þá verður þjóðar íþrótt íslendinga íshokkí, yes me like
Steini tuð (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 16:31
i´ll be back. sagði maður sem hikaði ekki við að slökkva líf. hann er núna ríkisstjóri í rúsínulandi.
dogh (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:31
En takið þó eftir einu. Bandaríkin verða það ríki sem fyrst rís upp (og jafnframt hæst)
Diesel, 4.12.2008 kl. 22:58
eru bandaríkin ekki að sökkva í skitinn? svo skilst manni á fréttum. enda ekki til annars að ætlast þegar fyrirtæki eins og GM ákveða að hætta að framleiða tegundirnar sem líklegastar væru til að geta selst utan BNA, en kjósa heldur að halda sig við sleðana (reyndar ekki viðarklædda lengur) til að selja innanlands.
Brjánn Guðjónsson, 4.12.2008 kl. 23:31
What, my worry ?
Steingrímur Helgason, 5.12.2008 kl. 00:35
Það er rétt. USA er með eitthvað mikið í undirbúningi.
Thee, 5.12.2008 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.