Þriðjudagur, 9. desember 2008
Næturvara hefur hækkað
Dagvara hefur hækkað um 30,6% milli ára. Mun hefðbundin matvara skipta þar mestu máli. Lítið hefur þó farið fyrir fréttum af hækkun næturvöru.
Hækkun á nætursnarli mun vera um 25% en mest vegur þó hækkun á smokkum, sem mun vera um 42% milli ára. Sala þeirra hefur jafnframt aukist um 15,5%
Áfengi, sem í sumum tilfellum flokkast sem dagvara, en í flestum tilfellum sem næturvara, hækkar um 16,9% Þó hefur dregið úr neyslu þess, eða um sömu 15,5% og söluaukning smokka nemur.
Niðurstaðan er að fólk virðist vera vera í auknum mæli farið að stunda kynlíf allsgáð.
Dagvara hefur hækkað um 30,6% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú drepur mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2008 kl. 20:24
Gæti ekki einhver sett upp litla smokkaverksmiðju í einhverjum bílskúr t.d. í Hafnarfirði og selt svo þá á svörtum ? Kannski gæti þetta vaxið og orðið seinna ein aðalútflutningsvara okkar, í bland við gervilimi frá Össuri.......
Máni Ragnar Svansson, 9.12.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.