Hálft hænuskref

í átt til þess að breyta hinum fjölmörgu miðaldareglum sem hér gilda. Ég tengist Siðmennt ekki á neinn hátt en svona miðaldamoldarkofalög, að skrá ómálga börn sjálfkrafa í trúfélög, ættu ekki að þekkjast nú á dögum.

Að sama skapi er hér vonandi hálft lítið hænuskref í þá átt að jafna rétt feðra (forræðislausra foreldra, sem yfirleitt eru jú feður) gagnvart mæðrum (ok, forsjárforeldrum til að hafa þetta tæknilega rétt). Þar þarf sko rækilega að taka til hendinni og moka út skítnum.


mbl.is Siðmennt fagnar áliti Jafnréttisstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þér frændi.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 00:23

2 identicon

hvernig færðu það út að þetta sér hænuskref í þá átt?

Það er bara verið að segja að barn eigi ekki að vera sjálfkrafa skráð í sama trúfélaga og móðir. Þýðir samt ekki að það foreldri sem fer með forræði yfir barninu eigi ekki eftir að stjórna því í hvaða trúfélag barnið er eða er ekki skráð í(ef börn verða áfram skráð í trúfélög)

 Þar sem þú heldur því sjálfur fram að feður séu oftast þeir sem sé forræðislausir þá kemur þetta út á samastað nema mamman þarf að bera sig eftir því að skrá barnið í sama félag og hún er í.

Ef að þú áttir í raun við þetta ætti eftir að koma á jafnræði hjá foreldrum sem eru með sameiginlegt forræði þá er það allt annað mál.

Forræðislausir eru þó og eiga eftir að vera í sömu stöðu og þeir eru í núna, þeir ráða í raun ekki neinu.....

hum (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég vona að þetta sé hænuskref, that's all

Brjánn Guðjónsson, 10.12.2008 kl. 13:10

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Helgi Hóseason ætti að fagna núna! Fékk hann einhvern tímann skírn sína ógilta?

Haraldur Hansson, 10.12.2008 kl. 16:22

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nei, hann berst enn fyrir því

Brjánn Guðjónsson, 10.12.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband