Stjarneðlisfræði

Það þarf hvorki stjarneðlisfræðing né beturvitring til að lesa milli línanna.

Eins og ég hef sagt áður, liggur allt fyrir. Sjálfstæðismenn taka nýja stefnu og aðildarviðræður munu hefjast strax í vor.

Gott mál.

Hvort við munum svo ganga inn í bandalagið, mun ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vonandi að samningamenn íslendinga standi sig svo við fáum eitthvað almennilegt að kjósa um.

Ég vona að góðir samningar náist og við getum gengið þarna inn. Ég er orðinn frekar leiður á að horfa á verðtrygginguna éta upp allan minn sparnað, sem ég setti í steinsteypuna.

Losna svo við verðtrygginguna, sem lífeyris- og verkalýðsforkólfar vilja verja, en er að brenna upp mínum eigum sem ég hefði annars getað notið í ellinni.


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

Allavega krónuna og verðtrygginguna burt. Það kemur almenningi í landinu til góðs og hagsmunir fjöldans skulu vega meira en hagsmunir hinna fáu.

Diesel, 13.12.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband