Laugardagur, 13. desember 2008
Andskotans bændur
Eða þannig. Ég hef ekkert á móti bændum, per se. Þessar andskotans beingreiðslur þarf samt að afnema. Ekki fá fiskframleiðendur beingreiðslur, frekar en aðrir framleiðendur hérlendis.
Komum bændum út afætustöðunni í að vera venjulegir framleiðendur. Ok, örugglega fara einhverjir á hausinn, en það er fórnarkostnaður sem mun skila sér á endanum.
Af hverju er ekki hægt að reka landbúnað eins og hvern annan framleiðsluiðnað?
Bændur vilja óbreytta samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Áður fyrr voru landbúnaðarvörur greiddar niður á heildsölustigi að ósk stjórnvalda til að hafa áhrif á verðlagsvísitölu og halda henni í skefjum.
Bændur sömdu um að þessum niðurgreiðslum yrði breytt og komið fyrir í beingreiðslum sem gengu beint til bænda.
Ástæðan fyrir því að landbúnað er trauðla hægt að reka sem framleiðsluiðnað er að veltan er svo hæg og landbúnaður gefur lítið af sér og er ekki gróðaatvinnuvegur í eðli sínu.
Landbúnaður hvers þjóðríkis er ein brýnasta stoð þjóðskipulags. Soltinn er sauðlaus maður. Þetta ber að hafa í huga við þær aðstæður sem við búum við í dag, þegar fer að harðna á dalnum, vinur minn.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 20:15
Það eru svo lítil bein í fiskinum þess vegna fá þeir ekki beingreiðslur. Það eru mikið stærri bein í búfénaði sem réttlætir beingreiðslurnar. Vissirðu þetta ekki!
Thee, 13.12.2008 kl. 20:17
Góður þessi.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 20:30
Bændur myndu fagna því að vera lauzir við þann klafa, en þarna í leiðinni ert þú að kenna sjómönnum um 'kvódakerfið' Brjánzi ..
Steingrímur Helgason, 14.12.2008 kl. 02:32
"Fiskframleiðendur" fengu eingreiðslu, mesta rán í sögu landssins.
búbúrúbúbú búbúbúú.
StjániBlái (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 02:55
Brjánn, BLA BLA BLA BLA!!!!
Það er fínt að vera bóndi ef maður vill safna skuldum, ég hef aldrei verið blankari og safnað eins mikið af skuldum eins og þegar ég var bóndi.
lífið er auðvelt í dag búandi í bænum með kreppu og alles.
Steini Tuð (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.