Sunnudagur, 14. desember 2008
Hávísindalegar pólitískar vangaveltur um útlit ríkisstjórna
Ég rakst í dag á tengil á vefsíðu, þar sem fólk getur sóað tíma sínum í að búa til börn. Eftir að hafa gert nokkrar tilraunir með hinar og þessar myndir fékk ég þá hugmynd að nýta þessa hávísindalegu leið til að kanna nokkur ríkisstjórnarmynstur. Við getum sagt að ríkisstjórn sé afkvæmi þeirra flokka sem hana skipa.
Þar sem, eðli málsins samkvæmt, barn getur að hámarki átt tvö foreldri kom ekki til greina önnur stjórnarmynstur en tveggja flokka.
Í dag eru það einungis D+S annarsvegar og D+V hinsvegar sem geta myndað tveggja flokka stjórn með þingmeirihluta á bak við sig. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum gætu S+V hinsvegar myndað slíka stjórn að undangengnum kosningum.
Til að hafa kynjajafnrétti í hávegum og að móðga nú engan, setti ég ávallt konu í móðurhlutverkið og karl í föðurhlutverkið. Ýmist með formönnum flokkanna eða varaformönnum. Hvoru foreldrinu barnið líkist meir, fer eftir þingstyrk þess foreldris (sirka).
Núverandi ríkisstjórn lítur svona út.
Skiptum við formönnum flokkanna út fyrir varaformennina, liti hún svona út.
Mynduðu Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir ríkisstjórn, liti hún annað hvort svona út
eða svona
Færu fram kosningar nú og í framhaldinu skipuðu Samfylking og Vinstri grænir ríkisstjórn, hafandi þingmannafjölda samkvæmt skoðanakönnunum, fengjum við þessa stjórn
eða þessa
Svo verður hver að gera upp við sig hvaða stjórnarmynstur hann kýs.
Athugasemdir
Barn varaformanna stjórnarflokkanna er laglegast. En hver spáir í útlit.
Ný ríkisstjórn má vera ljótari en erfðasyndin ef hún er með almennilegt verklag, heiðarleg vinnubrögð og allt á borði dúllan mín,
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.12.2008 kl. 00:36
rétt er það Jenný, að útlitið er aukaatriði. verklagið gildir. hinsvegar bauð vefsíðan ekki upp á verklagsmat og því varð ég að láta lúkkið duga.
Brjánn Guðjónsson, 15.12.2008 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.