Að verðtryggja eða ekki verðtryggja, það er spurningin

Ég var að lesa pistil Egils Helgasonar, á vefsíðu hans og umræður sem honum fylgdu. Pistillinn fjallar um verðtryggingu og réttmæti hennar.

Allra handa skoðanir eru viðraðar í athugasemdum, en aðeins einn (áður en ég bættist í hópinn) sem nefnir lausn sem kalla megi sanngjarna, að mínu mati.

Afnám verðtryggingar húsnæðislána myndi vissulega þýða raunverulega eignamyndun fólks í húsnæði sínu. Hinsvegar myndi hún jafnframt hafa í för með sér hærri vexti og þyngri greiðslubyrði. Verðtryggingin hefur bæði kosti og galla.

Það sem er þó ósanngjarnt við verðtryggingu húsnæðislána er að hún byggir á vísitölu neysluverð, en ætti að byggja á vísitölu húsnæðisverðs.

Svo ég vitni í sjálfan mig:

Hugmyndin að baki verðtryggingunni er að tryggja að eignin/skuldin haldi raungildi sínu. Láni ég þér fyrir mjólkurlítra í dag fylgi skuldin verði á mjólkurlítranum, þannig að þegar þú greiðir hann til baka seinna samsvari endurgreiðslan verði á mjólkurlítra. Meðan þú skuldar mér borgarðu auk þess vexti (leigu) af peningnum sem ég lánaði þér.

Í þessu samhengi er verðtrygging ekki óréttlát. Það sem er hinsvegar óréttlátt er að verð á einhverju allt öðru en því sem lánað var fyrir ræður verðtryggingunni. Nýjasta dæmið er hækkun eldsneytis, áfengis og tóbaks. Neysluvörur sem hafa nákvæmlega ekkert með íbúðalán að gera. Útreikningur verðtryggingar húsnæðislána er óréttlátur.

Lausnin er nákvæmlega sú sem Birkir B nefnir hér að framan.

„Ef lán mundu verð tengd við vísitölu húsnæðisverðs eingöngu, þá væri lánveitandi alltaf tryggur um að fá verðmæti sítt til fasteignakaupa alltaf til baka + vexti.“

Þesslags verðtrygging húsnæðislána myndi gera nákvæmlega það sem verðtryggingu er ætlað að gera og það á sanngjarnan máta. Þannig myndi 80% sem Íbúðalánasjóður lánaði mér í fyrra af verði íbúðar minnar skila sér til baka sem 80% af verði sömu íbúðar.

Er það ekki eðlilegast, að miða við að borga til baka í því sama og lánað var fyrir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

En hvað gerist þegar húsnæðisverð ríkur upp úr öllau valdi eins og gerðist?

Hólmdís Hjartardóttir, 15.12.2008 kl. 01:14

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

úr öllu valdi

Hólmdís Hjartardóttir, 15.12.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þá vaxa lánin í sama hlutfalli, eðilega. höfuðstóllinn vex/minnkar í réttu hlutfalli við íbúðaverðið. í góðæri á íbúðaverð til að hækka meðan það lækkar á samdráttartímum. sama á við um launin.

Brjánn Guðjónsson, 15.12.2008 kl. 01:20

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þess háttar verðtrygging myndi þ.a.l. aldrei brenna upp eignamyndun í íbúðinni, nema til komi bein lækkun á húsnæðisverði, sem gerðist þá hvort eð er. á sama hátt myndi hún tryggja lánveitanda fyrir tapi.

að auki myndi slík verðtrygging virka sem bremsa á óraunhæfa hækkun íbúðaverðs, eins og var hér undanfarin ár, þar sem hún kæmi beint við pyngju íbúðaeigendanna sjálfra, gegn um verðtrygginguna.

Brjánn Guðjónsson, 15.12.2008 kl. 01:28

5 Smámynd: Thee

Ef að íbúðarverð lækkar þá verður verðtryggingin neikvæð og lánin lækka.

Þá er áhættan beggja megin sem er bara sanngjarnt.

Thee, 15.12.2008 kl. 09:45

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nákvæmlega

Brjánn Guðjónsson, 15.12.2008 kl. 10:45

7 Smámynd: Isis

Tjah... verðtrygging hefur kosti og galla já... en hafiði einhverntíman pælt í og spurt ykkur að því afhverju útborgunin, sem maður borgar í íbúð, er ekki verðtryggð líka eins og allt annað sem á eftir kemur?... 

Mér hefur alltaf þótt það örlítið furðulegt... 

Isis, 15.12.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband