Asnaleg músík

Hvað er betra, á jóladag, en að gramsa á háaloftinu? Þar finnst ýmislegt sem maður taldi glatað.

Við félagarnir vorum að fremja tónsmíðar í gamla daga, undir vörumerkinu Tennurnar hans afa. Þar var aðallega um að ræða dónatóna í rappstíl. Síðar langaði okkur að gera asnalega tónlist, eins og við kölluðum það. Okkur, rúmlega tvítugum strákunum, þótti harmonikkutónlist sérlega asnaleg og settum hin og þessi lög í harmonikkuútgáfur. Kölluðum það harmonikkupönk.

Við urðum samt auðvitað að semja eitthvað asnalegt sjálfir. Man að ég og félagi minn keyptum sampler, sem er hljóðfæri, af einhverjum manni úti í bæ. Þegar við fórum að skoða það sem inni á honum var, fundum við sömpl eins og „og allir í hringinn“ ásamt fleiri harmonikkutengdum sömplum. Þetta varð mikil innspýting í okkar asnalega húmor.

Fyrir 17 árum gerðum við lag sem okkur þótti afskaplega asnalegt og púkó og vorum ánægðir með það. Lagið var hinsvegar ósungið (instrumental).

 

Auðvitað urðum við að gera bragarbót á því.

Á jóladag árið 1992 hittumst við, endurgerðum lagið og sungum inn með texta. Agureyru urðu fyrir barðinu. Fólkið sem þykist hafa fundið upp að nota kokteilsósu á pulsur. Sama fólk og hváði þegar ég og félagi minn báðum um pulsu með kokteilsósu, á Akureyri, páskana 1989.

Reyndar gerðum við fleiri asnaleg lög. Áttum alveg gott asnalegt tímabil. Kannski ég nái að grafa upp fleiri seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef höfundar gefa leyfi þá mundi ég ólm vilja fá efra lagið í ipodinn.  Soundar vel í ræktinni

Jóka (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, það þykir henta afar vel í frúarleikfimina

Brjánn Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 02:40

3 identicon

Shitt hvað þetta var skemmtilegur tími!!  Alveg roslega skemmtilegt kvöld þegar við sungum þetta inn, heheheh  

Hægri augntönn (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband