Sunnudagur, 4. janúar 2009
Stóra systir
Ég bara verð að segja eitthvað um hana systur mína. Sá á fésbókarsíðunni hennar að hún er komin, heilu og höldnu, til Afríku.
Alveg ótrúleg stelpa. Sannkölluð kjarnakona. Gerir með stæl allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Ætla að sleppa að telja upp öll afrekin. Þá næði þessi pistill alla leið til Búlgaríu.
Hún hefur starfað hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í hátt í 10 ár. Var í fyrra, lungað úr sumrinu, í Bandaríkjunum, að afla þekkingar við að tækla barnaperra og færði þá þekkingu hingað heim.
Nú hefur hún tekið sér leyfi og er komin í friðargæslu í Líberíu. Sem betur fer er ekkert stríðsástand þar og skildist mér á henni að hún yrði ekki síst að starfa með UNIFEM, að bættum kjörum kvenna. Ekki veitir af þar.
Mikið óskaplega er ég stoltur af henni.
Athugasemdir
Já, það er óhætt að vera stoltur af svona systur... svona fólk er nauðsynlegt til að gera heiminn betri...
Brattur, 4.1.2009 kl. 22:03
Og hvað ? Situr þú svo bara og tekur í nefið ?
Djókur.
Mig langar að sjá pistil sem nær til Búlgaríu.
Anna Einarsdóttir, 4.1.2009 kl. 22:09
Ahhhh........ ætlaði líka að segja að systir þín er flott. Þú mátt vera drullustoltur.
Anna Einarsdóttir, 4.1.2009 kl. 22:10
ég er bara aukvisi, en systir mín er flott.
mættum eiga fleira fólk eins og hana.
Anna mín, ég hefði alveg verið til í að rita allt til Búlgaríu. Evran er bara orðin svo dýr og dýrt að fljúga með einokunarflugfélaginu okkar.
Brjánn Guðjónsson, 4.1.2009 kl. 22:19
Mikið skelfing hefur þú mikinn og öflugan rétt á því að vera stoltur af systur þinni. Það væri ég líka ef hún væri systir mín.
Og megi bæði Óðinn og Þór halda yfir henni verndarhendi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 23:25
Hvað þýðir "að móast", Brjánn?
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.1.2009 kl. 23:42
æ það er nú engin ákveðin skilgreining á því. allavega ekki í huga okkar félaganna. meira háð tilfinningu. notum það yfir svo margt.
en til að reyna...þá er það þegar einhver hefur í frammi asnalega, eða púkalega, tilburði. til dæmis þegar einhver gerir eitthvað fáránlegt og fíflalegt. oftar en ekki á þann hátt að aðrir henda gaman að (í hæðnisgírnum). líka notað yfir þegar menn ákveða vísvitandi að hafa í frammi jólasveinahátt að einhverju leiti.
vona ég hafi náð að koma minni tilfinningu fyrir hugtakinu til skila
Brjánn Guðjónsson, 7.1.2009 kl. 00:11
Minnir mig á strák sem ég var að vinna með fyrir mörgum árum. Við vorum þrír að vinna við að leggja stétt eða eitthvað fyrir utan hús í vestari Vesturbænum. Í matarhléinu fórum við á bakvið húsið og byrjuðum að borða, eftir helvítis púl í glampandi sumarsól en hann settist ekki, heldur stóð og færði sig svo út á mitt bakgarðstúnið og horfði á okkur undirfurðulegur og spurði : Hvað er þetta ?
Svo gekk hann áfram á ótrúlega asnalegann hátt, svona tólf fjórtán skref einsog Chaplin á sýru. Stoppaði svo og horfði á okkur. Hvað meinar maðurinn eiginlega ? Við horfðum á hann til að reyna að lesa í svip hans hvað í fjandanum hann meinti en vorum engu nær og þá endurtók hann það sama. Svo horfði hann á okkur og við vorum engu nær nema að hann hefði kannski fengið sólsting, sem er reyndar mjög fátítt á Píslandi. En loksins kom þetta útúr honum. "Þetta er fíflagangur" Þá rann upp fyrir okkur ljós vitringunum auðvitað er þetta fíflagangur, því bæði labbaði hann afskaplega fíflalega en túnið var einnig alþakið túnfíflum. Hann svona double móaðist í okkur. Dettur annað í hug...las einhverstaðar að Íslenska orðið sem er samstofna "town" væri orðið "tún", minnir að London hafi upphaflega heitið Lundtún. Orðið merkti upphaflega völlur eða eitthvað svipað (Austurvöllur ?). Í þorpum eru þá þorpsfífl en á höfuðborgarsvæðinu Túnfífl eða Túnfíflar, á ensku Townfools og Reykjavík kannski "Town of fools" Eru þau að móast ? Nei þau eru ekki vísvitandi að hafa í frammi jólasveinahátt, frekar þorpsfífl sem hafa flutt í bæinn og gerst túnfífl, en annars frábært með stóru systur þína komin til Afríku í friðargæslu, að starfa með Unifem og að bæta kjör kvenna og þú stoltur....bara stórkostlegt
Máni Ragnar Svansson, 7.1.2009 kl. 01:23
já, sko engin móaskapur í stóru systur
Brjánn Guðjónsson, 7.1.2009 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.