Ergelsisblogg

Fátt er betra en gott ergelsi, ef frá er talið fjas.

Ég á nágranna. Nokkra reyndar, en einn býr fyrir ofan mig. Hann á bíl í skúrnum sínum sem hann hleypir út á hálfsársfresti og þenur

Nú er maðurinn kominn með hund. Allt í lagi með það per se. Ég hef ekkert á móti hundum, eða öðrum gæludýrum.

Hundinn hans hef ég séð einu sinni eða tvisvar. Lítill hundur. Ekki mikið stærri en ofvaxin rotta.

Á kvöldin, þegar ég er upptekinn við að eiga mér ekkert líf, heyri ég í kvikindinu. Hundinum. Greinilega er parkett á gólfum hjá honum. Í kvöld var kvikindið á útopnu að hlaupa um alla íbúðina. Líklega á eftir bolta.

Ég þyrfti að banka upp á hjá honum og segja „Helvítis fokking fokk!“

Hann myndi þó líklega ekki skilja, þar sem hann talar bara ensku. Kannski skildi hann það bara sem hlýlega nýjárskveðju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, þú verður bara að hóta manninum á sjeikspír og segja honum að þú fremjir eitthvað hafi hann sig ekki hægan.

Og þessi brilljant lýsing hjá þér á við um mig líka; "að vera upptekin af að eiga sér ekkert líf".

Algjörlega spot on.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband