Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Ergelsisblogg
Fátt er betra en gott ergelsi, ef frá er talið fjas.
Ég á nágranna. Nokkra reyndar, en einn býr fyrir ofan mig. Hann á bíl í skúrnum sínum sem hann hleypir út á hálfsársfresti og þenur
Nú er maðurinn kominn með hund. Allt í lagi með það per se. Ég hef ekkert á móti hundum, eða öðrum gæludýrum.
Hundinn hans hef ég séð einu sinni eða tvisvar. Lítill hundur. Ekki mikið stærri en ofvaxin rotta.
Á kvöldin, þegar ég er upptekinn við að eiga mér ekkert líf, heyri ég í kvikindinu. Hundinum. Greinilega er parkett á gólfum hjá honum. Í kvöld var kvikindið á útopnu að hlaupa um alla íbúðina. Líklega á eftir bolta.
Ég þyrfti að banka upp á hjá honum og segja Helvítis fokking fokk!
Hann myndi þó líklega ekki skilja, þar sem hann talar bara ensku. Kannski skildi hann það bara sem hlýlega nýjárskveðju.
Athugasemdir
Hehe, þú verður bara að hóta manninum á sjeikspír og segja honum að þú fremjir eitthvað hafi hann sig ekki hægan.
Og þessi brilljant lýsing hjá þér á við um mig líka; "að vera upptekin af að eiga sér ekkert líf".
Algjörlega spot on.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2009 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.