Forsjárgubb

Gott hjá þeim í Íslandi í dag að tala um forsjármál.

Þar var m.a. talað við Dögg Pálsdóttur sem vil gera breytingar á barnalögum. Breytingarnar eru langt í frá fullnægjandi.

Eins og lögin hljóma í dag eiga forræðislausir foreldrar ekki rétt á forræði yfir börnum sínum við andlát forræðisforeldris, sé það í sambúð.

Barnalög: http://www.althingi.is/lagas/135b/2003076.html

Ekkert tillit er tekið til aldurs barnanna eða hve lengi þau hafa alist upp hjá stjúpforeldrinu.

Ef barnsmóðir mín myndi fara að búa með manni og taka upp á því að deyja, fengi hann forræðið. Þó eru börnin mín orðin 12 og 13 ára gömul og hafa alltaf alist upp með mig sem pabba þeirra. Mói Grapes yrði aldrei pabbi þeirra, en fengi samt forræðið.

Í öllum svona málum, sem varða réttindi foreldra (skilinna) við börn sín virðast mæður hafa sérstakan forgang og feður geta bara étið skít.

Svoleiðis er það í kvennaveldinu hjá sýslumanni sem og í dómsmálaráðuneytinu, þar sem menn kunna ekki annað en að fletta upp í launatöflum Björns Bjarnasonar.

Skíta fokking sýstem

 

Svo er formaður félags um foreldrajafnrétti dubbaður upp í viðtal. Maður/félag sem svarar ekki pósti. Ég sendi honum erindi í október eða nóvember. Er enn að bíða svars.

Pakk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda erum við enn inní moldarkofanum hvað þessi mál varða eins og svo mörg önnur.  Ísland í dag 2009 !!!

Jóka (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 16:05

2 identicon

Sæll Brjánn og gleðilegt nýtt ár. Leiðinlegt að heyra hvað þú ert óánægður með starf sýslumanna og að þú skulir ennfremur setja öll sýslumannsembætti á landinu undir einn hatt. Sú fullyrðing að þetta sé kvennaveldi hjá sýslumannsembættunum, er líka röng og á ekki við. Bara sem dæmi get ég nefnt sýslumannsembættið í Keflavík en þar eru fjórir lögfræðingar/fulltrúar og allir eru þeir karlmenn.

Mér finnst það ómálefnalegt af þér að fullyrða það að þetta sé "skíta fokking system" hjá okkur. Ég tel mig reyndar kunna aðeins meir en að fletta upp í launatöflum dómsmálaráðherra og skil ekki hvaðan þú hefur það að mæður hafi forgang fram yfir feður þegar kemur að sifjamálum í "kerfinu". Helduru að við fulltrúar sýslumanna sitjum inni á skrifstofu með samsæri gegn einstæðum feðrum eða eitthvað þannig?.... Humm....

Eigðu annars góða helgi.

Linda Wiium, sýslumannsfulltrúi.

Linda Wiium (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 01:46

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Sæl Linda og gleðilegt ár.

Ég legg ekki öll embættin undir sama hatt. Þegar ég segi hjá „sýslumanni“ á ég við þann sýslumann sem ég hef þurft að eiga við. Ég sá reynsar einn karlmann þar inni á skrifstofu í sumar, en þá er það upptalið. Líklega einhverjir fleiri kynbræðra minna þar, en af öllum þeim sem ég hef þurft að tala við, fulltrúar, lögmaður, eru allt konur.

Ég er í engu að tala um sýslumannsembættið í Keflavík, eða annarsstaðar. Hef enga reynslu af þeim.

Þegar ég kærði úrskurð sýslumannsins í Reykjavík, til dómsmálaráðherra, sem by the way var vægast sagt furðulegur (þ.e. úrskurðurinn. ekki ráðherrann) var ekki einu sinni tekin efnisleg afstaða til atriða kærunnar, heldur bara flett upp í launatöflum og úrskurðað samkvæmt þeim.

Fagleg vinnubrögð, eða hitt þó heldur.

Eigðu sömuleiðis góða helgi

Brjánn Guðjónsson, 10.1.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband