Blekktu kaupmenn viðskiptavini sína?

Svo telur Eiríkur Tómatsson, neytandi. Telur hann kaupmenn á hornum bæjarins hafa haldið úti skipulögðu svindli í haust.

Ég, eins og fleiri, keyptum mysu í haust eftir að kreppan skall á. Þá var ekki um annað að ræða en að hamstra mat, áður en verðið ryki upp. Súrsa hann og geyma til vetrarins. Ekki grunaði mann að þarna væri „maðkur í myllunni.“

Nú, þegar þorrinn nálgast og maður farinn að þefa úr tunnunum, kemst maður að því að allt er ónýtt. Mysan er bara alls engin súrsunarmysa, heldur „svikamysa.“


mbl.is Eiríkur Tómasson: Blekktu eigendur bankanna starfsfólk sitt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Allt ein "svikamessa".

Gulli litli, 9.1.2009 kl. 16:24

2 Smámynd: Brattur

Svo fáum við ekki sviðakjamma, heldur svikakjamma á Þorranum... fuss...

Brattur, 9.1.2009 kl. 21:57

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svo verða engir kjammar uppi á borði. hvað á gagnsæir.

svona er kreppan. tóm svik

Brjánn Guðjónsson, 10.1.2009 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband